100 manns á fiskihlađborđi eldri borgara

  • Fréttir
  • 24. febrúar 2015

Um 100 manns voru í fiskihlaðborði hjá Stakkavík síðastliðinn föstudag. Það er orðinn árlegur viðburður hjá fyrirtækinu að bjóða Grindvíkingum sextíu ára og eldri til slíkrar veislu. Auk matarins var boðið upp á skemmtiatrið, en Diddú skemmti gestum með fjörlegum söng við undirleik Jónasar Þór.

Í veislunni var boðið upp á siginn fisk, hrogn og lifur, saltfisk, gellur, plokkfisk, grænmetisbollur, síld og rúgbrauð. Veislan var haldin í matsal og samkomusal í húsakynnum Stakkavíkur en fjölmörg önnur fyrirtæki í Grindavík lögðu hönd á plóginn og var allur matur og vinna gefin. Sigurgeir Sigurgeirsson kokkur sá um matseldina.

Auk Stakkavíkur voru það eftirfarandi fyrirtæki sem að veislunni stóðu:
Einhamar seafood ehf. - Stakkavík ehf. - Staðarþurrkun ehf. - Þorbjörn ehf. - Vísir ehf. - ÓS fiskverkun
Hérastubbur ehf. - Sílfell ehf. - Besa ehf.
Jón og Margeir - Grindavíkurbær - Marver ehf.
Nettó - Víking sjávarfang - Gjögur
Jens Valgeir - Örninn ehf. - H.H. Smíði
H.H. rafverktakar - Grindin ehf. - Martak ehf.
G.G. Sigurðsson - Ægir Seafood - E.B. þjónustan
Skeljungur - N1 - Olís.

Myndir og texti: Hjörtur Gíslason, kvótinn.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!