Tengibygging íţróttamannvirkjanna fékk Steinsteypuverđlaunin 2015

  • Fréttir
  • 23. febrúar 2015

Steinsteypuverðlaunin voru veitt í fjórða sinn við hátíðlega athöfn síðastliðinn föstudag en þau eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Það er okkur sönn ánægja að greina frá því að verðlaunin í ár hlaut tengibygging íþróttamannvirkjanna hér í Grindavík. Í fréttatilkynningu frá Steinsteypufélagi Íslands segir:

„Steinsteypuverðlaunin 2015 voru veitt í fjórða sinn við hátíðlega athöfn á Steinsteypudeginum 2015 á Grand Hóteli þann 20. febrúar 2015 en þau eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.

Að þessu sinni var það M-laga sjónsteypa í tengibyggingu íþróttamannvirkja í Grindavík sem hlaut verðlaunin. Álit dómnefndar er að þessi útfærsla sýni vel hvernig móta má steinsteypuna og sé skemmtileg tilbreyting við hið hefðbundna form. Byggingin tengir saman íþróttahús, sundlaug og íþróttasvæði utanhúss og er því eins og miðstöð eða hjarta svæðisins og örvar samnýtingu og tengsl þeirra bygginga sem fyrir eru. Það er Grindavíkurbær sem er eigandi verksins. Um hönnun sáu Batteríið arkitektar og VERKÍS hf., framkvæmd var í höndum Grindarinnar ehf. og Verksýnar en M-laga einingarnar eru Smellinn húseiningar frá BM Vallá. Viðurkenningin er veitt mannvirkinu og öllum þeim komu að hönnun og byggingu.

Valnefnd Steinsteypuverðlaunanna er skipuð eftirtöldum:
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, formaður nefndar og fulltrúi Steinsteypufélags Íslands
Ólafur H. Wallevik frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Steinþór Kári Kárason frá Listaháskóla Íslands
Björn Marteinsson tilnefndur af Verkfræðingafélagi Íslands
Jóhann Einarsson tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands

Það er Steinsteypufélag Íslands sem stendur fyrir verðlaununum. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2010. Eftirtalin mannvirki hafa hlotið verðlaunin:

2010 Göngubrýr yfir Njarðargötu og Hringbraut
2011 Sundlaugin Hofsósi
2013 Nýja bíó“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun