Andrea nýr forstöđumađur bókasafnsins

  • Bókasafnsfréttir
  • 18. febrúar 2015

Andrea Ævarsdóttir hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Bókasafns Grindavíkur sem er sameiginlegt almennings-
og skólabókasafn í Iðu. Hún er fædd 1977 og er með BA í bókasafns- og upplýsingafræði og nemur uppeldis og menntunarfræði. Hún hefur starfað sem bókasafns- og upplýsingafræðingur hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, embætti landlæknis og innanríkisráðuneytinu. Nú síðast hefur hún starfað á skólabókasafni Ingunnarskóla í Reykjavík. Andrea tekur til starfa með vorinu. 

Hún ætlar að flytja til Grindavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.
Alls sóttu 10 manns um starfið. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir