Minnum á fundinn á morgun um skipulagsmál í Eldvörpum og á hafnarsvćđi

  • Fréttir
  • 17. febrúar 2015

Deiliskipulag fyrir miðbæ - hafnarsvæði er nú til forkynningar skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkur 2010 -2030. Opið hús verður 18. febrúar kl. 14-16 á bæjarskrifstofum, Víkurbraut 62. Skipulagsgögn munu liggja frammi og hægt er að koma á framfæri ábendingum og fá svör við spurningum.

Deiliskipulag fyrir miðbæ- hafnarsvæði - Forkynning

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Mánagötu til norðurs og til suðurs af Grindavíkurhöfn. Austurmörk svæðisins afmarkast af Austurvegi og Hópsvegi og til vesturs af Verbraut 3 þar sem sú lóð er skilgreind sem svæði undir hafnarstarfsemi í aðalskipulagi Grindavíkur. Stærð skipulagssvæðisins er 38 ha.

Deiliskipulagstillagan liggur nú frammi til kynningar á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62 og á heimasíðu bæjarins.

Athugasemdarfrestur er til 26. febrúar 2015. Hægt verður að senda ábendingar merktar „Deiliskipulag miðbær- hafnarsvæði“ á sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, armann@grindavik.is eða á póstfangið, Víkurbraut 62, 240 Grindavík.

F.h. bæjarstjórnar Grindavíkur
Ármann Halldórsson
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Deiliskipulag Eldvörp á PDF sniði


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir