Pílagrímsferđ til Grindavíkur

  • Fréttir
  • 16. febrúar 2015

Þessi mynd skaut upp kollinum í Instagram glugganum hérna á síðunni á dögunum, en þar birtast myndir af Instagram sem merktar eru #grindavik. Við fyrstu sýn sker hún sig ekki úr þeim fjölda landslagsmynda frá Grindavík og nágrenni sem streyma inn á síðuna nánast daglega, en þegar maður smellir á hana og les textann sem fylgir kemur forvitnileg bakgrunnssaga í ljós.

Myndina tók ljósmyndari af makedónskum uppruna sem heitir Jasna Bogdanovska. Instagram síðan hennar er hér og heimasíðan hér. Jasna sem er fædd í Makedóníu hefur undanfarin ár búið í Bandaríkjunum, en Ísland, og þá nákvæmlega Grindavík, er landfræðilegur miðpunktur á milli þessara tveggja svæða. Við snöruðum hluta textans sem Jasna skrifaði með myndinni á Instagram yfir á íslensku:

„Árið 2014 markaði mikilvægan miðpunkt í mínu lífi. Nú hef ég búið jafnlengi í Bandaríkjunum og ég bjó í Makedóníu, mínu móðurlandi. Þegar ég áttaði mig á þessum tímamótum fór ég að skoða sjálfsmynd mína og hvernig staðsetningar tengjast minningum, þáþrá og hvernig maður upplifir það að tilheyra einhverjum stað. Sem hluti af sköpunarferlinu lagðist ég í landafræðirannsóknir og komst að því að bærinn Grindavík á Íslandi er nákvæmlega mitt á milli míns gamla heimabæjar í Makedóníu og bæjarins sem ég bý í í Bandaríkjunum í dag.

Eftir að hafa uppgötvað þetta fannst mér, svona hálfpartinn, eins og ég yrði að leggja í pílagrímsferð til Grindavíkur, til staðarins sem landfræðilega táknar mína innri tvískiptingu."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir