Breytingar á akstri Strćtó á Suđurnesjum

  • Fréttir
  • 30. janúar 2015

Strætó hefur endurskoðað leiðir 55, 88 og 89 sem aka um og frá Suðurnesjum og aðlagað þær betur að þörfum farþega. Breytingarnar taka gildi 1. febrúar og eru gerðar eftir ábendingum frá farþegum, sveitafélögum og akstursaðilum.

Margvíslegar breytingar voru gerðar og má þar helst nefna fjölgun stoppistöðva, fleiri ferðir, styttri biðtíma, betri brottfarartíma fyrir þarfir notenda, færri skiptingar og fleiri ferðir sem aka á Umferðarmiðstöð, í stað þess að enda í Firði.

Allar nánari upplýsingar um breytingarnar eru að finna á strætó.is

Eftirfarandi breyting snýr helst að Grindvíkingum:LEIÐ 88

Grindavík / Aðalbraut - Fjölbrautaskóli Suðurnesja / FS

• Bætt við ferðum kl. 14:28 á föstudögum frá FS og 15:28 á fimmtudögum og föstudögum frá FS til að koma til móts við nemendur.

• Ferð kl. 16:20 frá FS færist til kl. 16:28 alla virka daga til að koma til móts við nemendur.

• Bætt við ferð kl. 14:55 á föstudögum frá Grindavík.

• Ferð kl. 15:50 frá Grindavík færist til kl. 15:55 alla virka daga.

• Í morgunferðinni frá Grindavík í FS mun vagninn stoppa aukalega hjá Lögreglustöðinni í Grindavík kl. 7:24 og halda síðan áfram eins og áður frá Grindavík-Aðalbraut kl. 7:25.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!