3.000. Grindvíkingarnir fengu glćsilegar gjafir frá Grindavíkurbć

  • Fréttir
  • 28. janúar 2015

Eftir öra fjölglun íbúa Grindavíkur síðastliðin misseri varð útlit fyrir á haustdögum að 3.000 íbúa múrinn yrði fljótlega rofinn. Nokkrir starfsmenn bæjarsins hafa vaktað mannfjöldatölur með vökulu auga síðustu vikur og þann 8. janúar síðastiðinn kom 3.000. Grindvíkingurinn í heiminn. Þeir urðu reyndar tveir en þessa nótt komu tvíburar í heiminn sem deila því titlinum 3.000. Grindvíkingurinn.

Foreldrar tvíburanna eru þau Sigrún Ísdal Guðmundsdóttir og Steinar Nói Kjartansson. Þau voru sérstakir gestir á fundi bæjarstjórnar í gær ásamt drengjunum ungu þar sem bæjarstjórn afhenti þeim viðurkenningar og gjafir til að fagna þessum skemmtilega áfanga í sögu bæjarsins.

Grindvíkurbær færði tvíburunum að gjöf silfurskírnarhólka en búið er að grafa í skjaldamerki bæjarsins og textann "Grindavíkurbær - íbúi númer 3.000" í fót hólkanna. Með hólkunum fylgir gjafabréf fyrir frekari áletrun þannig að hægt verður að bæta nöfnum drengjanna við þegar fram líða stundir.

Þetta var þó ekki það eina því UMFG gaf þeim gjafabréf í Íþróttaskóla UMFG og þá gáfu Nettó og Grindavíkurbær þeim sitthvort gjafabréfið upp á 30.000 krónur sem eflaust mun koma sér vel í bleyjuskiptum og grautargjöfum og þá gaf Einhamar Seafood 5 kíló af ferskum fiski.

Tvíburarnir ungu voru ekki mjög stressaðir yfir öllum þessu umstangi

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Kristín María Birgisdóttir forseti bæjarstjórnar, afhentu gjafirnar og viðurkenningar


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun