Bilanir í götulýsingu, unniđ er ađ viđgerđ

  • Fréttir
  • 28. janúar 2015

Undanfarna daga hafa hvimleiðar bilanir verið í götulýsingu bæjarins. Fyrst bilaði stýribúnaður sem leiddi til myrkvunar í kringum Krók og Hópsskóla. Sú bilun fannst eftir mikla leit og eiga þeir ljósastaurar nú að vera komnir í lag. En sjaldan er ein báran stök og var lýsingin nyrst í bænum varla komin í lag þegar allt varð meira og minna ljóslaust á neðri hluta Víkurbrautar og í kringum Grunnskólann við Ásabraut.

Til allrar hamingju fannst orsök þeirrar bilunar fljótt og er nú unnið að lagfæringu á ljósastreng á Skólabraut. Verður henni vonandi lokið sem fyrst en þangað til eru ökumenn beðnir um að sýna sérstaka aðgát enda mörg börn á ferli í kringum skólann.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir