Fundur 49

  • Skipulags- og umhverfisnefnd
  • 26. janúar 2015

49. fundur Skipulags- og umhverfisnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 21. janúar 2015 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður og Marta Sigurðardóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 1501021 - Deiliskipulag miðbæjar - Ránargata og Hafnargata.frh.
Efla verkfræðistofa hefur unnið tillögu að deiliskipulagi, miðbær - hafnarsvæði í Grindavík. Tillagan hefur verið unnin í samráði við íbúa, hagsmunaaðila og hafnarstjórn. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og setur í hendur skipulagsfulltrúa að forkynna tillöguna skv. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangengnu samþykki Hafnarstjórnar.

2. 1501193 - Deiliskipulag Víðihlíð og nágrenni
Drög að tillögu tekin fyrir, Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við athugasemdir nefndarinnar.

3. 1501233 - Gamli bærinn: deiliskipulag
Drög að tillögu tekin fyrir, Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við athugasemdir nefndarinnar.

4. 1501153 - Breyting á deiliskipulagi hesthúsabyggðar, fráveita í rotþró og stækkun byggingarreitar við reiðhöll.
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hesthúsabyggðar. Breytingarnar eru m.a. að byggingarreitur fyrir reiðhöll stækkar um 12m til vesturs og texti um holræsa- og lagnakerfi breytist á þann hátt að í stað þess að byggð á deiliskipulagssvæðinu tengist holræsakerfi bæjarins verður hver og einn að vera með rotþró innan lóðar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. 1501092 - Deiliskipulag, Eldvörp rannsóknarborholur.frh
Fyrir liggja drög að deiliskipulagstillögu frá HS Orku. Bæjarráð samþykkti á 1370. fundi sínum þann 20.1.2015 að heimila HS Orku að vinna að deiliskipulagi Eldvarpa fyrir rannsóknarborholur, skv. 41. gr. skipulagslaga. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að kynna drögin fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga. Drögin verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

6. 1501160 - Metanólverksmiðja CRI í Svartsengi: Matsáætlun
Erindi frá Skipulagsstofnun. Í erindinu er óskað eftir umsögn um drög að tillögu að matsáætlun skv. 2. mgr. 8.gr. laga nr. 106/200. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því að kannað verði hvort hægt sé að sameina fráveitu CRI við affallslögn HS orku. Einnig að áhrif þungaflutninga á Grindavíkurvegi verði metin m.t.t. umferðaröryggis. Að öðru leiti gerir nefndin ekki athugasemdir við tillöguna og að tillagan verði unnin áfram, með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfisnefndar.

7. 1501228 - Tangarsund 5: breyting á byggingarmagni á lóð.
Fyrirspurn frá H.H. Smíði kt.430800-2480. H.H. Smíði áformar að byggja mannvirki með minna byggingarmagni en áður var heimilað á lóð Tangarsundi 5 lnr. 205091. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að áætlanir H.H. Smíði samræmist deiliskipulagi á svæðinu og gerir ekki athugasemd við áformin eins og þeim er lýst í fyrirspurninni. Nefndin bendir á að skila þarf inn byggingarnefndarteikningum og umsókn um byggingarleyfi vegna þessa.

8. 1409073 - Beiðni um biðskyldumerki á gatnamótin Heiðarhraun-Leynisbraut
Tekin fyrir að nýju beiðni um að sett verði upp biðskylda í stað stöðvunarskyldu á gatnamótum Leynisbraut/Heiðahraun. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að við vissar aðstæður geti sjónlengdir verið takmarkaðar, þrátt fyrir að þær hafi batnað til muna við uppsetningu þrenginga á svæðinu. Þær aðstæður snúa að því hvort bílastæði við Heiðahraun 25 sé nýtt og limgerði á lóðamörkum Heiðahrauns 27 sé í blóma. Í ljósi ofangreinds hafnar skipulags- og umhverfisnefnd erindinu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 16. janúar 2019

Fundur 1504

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2019

Fundur 79.

Bćjarráđ / 9. janúar 2019

Fundur 1503

Frćđslunefnd / 6. desember 2018

Fundur 82

Frćđslunefnd / 7. nóvember 2018

Fundur 81

Bćjarstjórn / 18. desember 2018

Fundur 491

Skipulagsnefnd / 10. desember 2018

Fundur 49

Skipulagsnefnd / 3. desember 2018

Fundur 48

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2018

Fundur 78.

Bćjarráđ / 11. desember 2018

Fundur 1502

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75