Atvinna - Leikskólastjóri á leikskólanum Laut

  • Fréttir
  • 23. janúar 2015

Leikskólinn Laut er fjögurra deilda leikskóli með rúmlega 100 nemendur og fer starfsemin fram í nýlegu húsnæði. Leikskólinn starfar samkvæmt uppbyggingarstefnunni og er í samstarfi við félagsþjónustu sveitarfélagsins um eflingu foreldrafærni á grundvelli PMTO. Sjá nánar á heimasíðu skólans.

Meginhlutverk leikskólastjóra er að stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri leikskólans og er leitað eftir metnaðarfullum og áhugasömum leiðtoga sem veitir skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun er skilyrði
Reynsla af stjórnun leikskóla er skilyrði
Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslufræði er æskileg
Lipurð í mannlegum samskiptum
Metnaður og áhugi fyrir nýjungum
Frumkvæði og skipulagshæfni

Nánari upplýsingar um starfið veita Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs í netfang nmj@grindavik.is og Ragnhildur Birna Hauksdóttir, leikskólaráðgjafi í netfang ragnhildur@grindavik.is
Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá með yfirliti um menntun og reynslu ásamt ítarlegri greinargerð um fyrirhugaðar áherslur í skólastarfi.

Umsókn skal skilað á netfang sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs, eigi síðar en 4. febrúar 2015. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf hið fyrsta.


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum