Haukar lagđir í annađ sinn, nú í deildinni

  • Körfubolti
  • 22. janúar 2015
Haukar lagđir í annađ sinn, nú í deildinni

Grindavíkurstúlkur heimsóttu Hauka í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi og sóttu góðan sigur á Ásvellina. Sigrarnir hafa því hlaðist upp hver á fætur öðrum í deildinni og eru Haukar og Grindavík nú bæði með 22 stig í 3. og 4. sæti. Karfan.is fjallaði um leikinn:

,,Haukar tóku á móti Grindavík í kvöld í 17. umferð Dominosdeildar kvenna og var þetta önnur viðureign þessara liða á aðeins fimm dögum þar sem þau mættust á Laugardaginn var í 8 liða úrslitum í Poweradebikarnum. Grindavík virðast alveg vera með númerið hjá Haukum þessa daganna því þær unnu báðar þessar viðureignir en þær unnu í kvöld 53-60. Leikurinn var mjög spennandi og var ekki mikið um stórar forystur en það voru Haukar sem leiddu í hálfleik. Grindavík lögðu hinsvegar grunninn að sigrinum með góðum kafla í lok þriðja leikhluta sem stóð fram í fjórða þar sem þær náðu forystunni og náðu að halda henni þrátt fyrir ágætis atlögu Hauka.

Haukar byrjuðu leikinn á 4-0 en Grindavík jöfnuðu fljótt 4-4. María Lind Sigurðardóttir var heit fyrir Hauka og skoraði hún 6 af fyrstu 8 stigum þeirra og kom þeim í 8-5 eftir fjögurra mínútna leik. Haukastúlkur voru mjög ákveðnar í leik sínum en þá kom Petrúnella Skúladóttir til sögunnar og hamraði niður tveimur þristum og kom Grindavík yfir í fyrsta skipti í stöðunni 10-12 þegar rétt rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Grindavík juku forystuna síðan í 10-15 er Kristina King fékk og-víti. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 11-15.

Haukastúlkur byrjuðu annan leikhlutan sterkt líkt og þann fyrsta og skoruðu 4-0 á fyrstu einni og hálfu mínútunni og jöfnuðu leikinn 15-15. Ingibjörg Jakobsdóttir sá síðan til þess að Grindavík komst 6 stigum yfir, 15-21, eftir að hún skoraði 6 stig í röð: og-víti og síðan þriggja. Haukar minnkuðu fljótt muninn í 20-21 eftir tvö víti frá Lele Hardy, sem var að skora sín fyrstu stig eftir að vera 0/8 í skottilraunum, og síðan þrist frá Þóru Kristínu Jónsdóttir. En Hardy gekk afleitlega að hitta og brenndi hún meira að segja af hraðaupphlaupssniðskoti. Þóra Kristín bætti síðan við snöggum 5 stigum og jafnaði leikinn í 25-25, hún því komin með 8 stig í leikhlutanum. Það var síðan miðherjinn Inga Rún Svansdóttir af öllum sem smellti niður þrist og kom Haukum í 28-25. Hardy tókst svo loks að skora í opnum leik í 11. skottilraun sinni og fékk hún víti í kaupbæti. Gríðarlega mikið varð um tapaða bolta hjá báðum liðum á loka mínútum leikhlutans þar sem þau gáfu hann frá sér sí og æ. Grindavík enduðu hins vegar leikhlutann á 4-0 kafla og staðan því 31-29 í hálfleik.

Grindavík komur betur stemmdar til leiks í seinni hálfleik og yfirspiluðu Hauka 8-2 á fyrstu fimm mínútunum og leiddu 33-37. Ívar Ásgrímsson var allt annað en ánægður með spilamennsku sinna stúlkna og tók leikhlé. Það virkaði mjög vel og tóku þær 7-0 sprett á skotstundu. Petrúnella stöðvaði þá áhlaup Hauka með því að smella niður þrist og við það róaðist leikurinn. Grindavík leiddi 42-44 að loknum þriðja leikhlutann.

Grindavík héldu áfram að yfirspila Hauka og skoruðu þær fyrstu 4 stig fjórðaleikhluta og var það hluti af 11-2 kafla þeirra síðan úr þriðja leikhluta. Staðan því 42-48 Grindavík í vil. Leikurinn var í töluverðum járnum næstu mínúturnar en Grindavík hélt sex stiga forystu sinni. Sylvía Rún Hálfdanardóttir gaf síðan Haukum vonarneista þegar hún skoraði og fékk víti að auki og staðan 53-56 með 33 sekúndur eftir. Sverrir Þór Sverrisson tók þá leikhlé fyrir Grindavík og valdi Pálína sér svo sannarlega fyrsta skotið til að hitta úr er hún fleygði upp "floater" er skotklukkan var við það að renna út og rak þar með seinasta smiðshöggið á sigur Grindavíkur."

Tölfræði leiksins

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. janúar 2019

Fjör í snjónum

Fréttir / 18. janúar 2019

Grindavíkurbćr óskar eftir tölvumanni

Fréttir / 18. janúar 2019

Lausar stöđur viđ Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 17. janúar 2019

Hreyfing 2019 - Zumbafitness

Grunnskólafréttir / 14. janúar 2019

Stjörnuhópar í heimsókn

Fréttir / 14. janúar 2019

Metađsókn á Ţorrablót Grindvíkinga

Fréttir / 11. janúar 2019

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 10. janúar 2019

Menningarvikan 2019 verđur 9. - 17. mars

Fréttir / 10. janúar 2019

Lokađ viđ Stamphólsveg fram ađ hádegi

Fréttir / 9. janúar 2019

Hreinlćti og góđ ţjónusta mikilvćgast

Fréttir / 9. janúar 2019

Icelandic courses - Grindavík

Fréttir / 9. janúar 2019

Lífshlaupiđ: Landskeppni í hreyfingu

Fréttir / 8. janúar 2019

Hreyfing 2019 - CrossFit

Fréttir / 7. janúar 2019

Árleg flöskusöfnun um nćstu helgi