Atvinna - Forstöđumađur Bókasafns Grindavíkur

  • Bókasafnsfréttir
  • 15. janúar 2015

Grindavíkurbær óskar eftir að ráða forstöðumann á Bókasafn Grindavíkur í 100% stöðu. Leitað er eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að leiða og móta starfsemi í nýrri sameinaðri stofnun skóla- og almenningsbókasafns. Starfið heyrir undir sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkur. 

Starfið felur í sér allt sem viðkemur starfsemi bókasafns svo sem rekstur, mannaforráð, gerð fjárhagsáætlana, innkaup, grisjun, stjórnun, skipulag safnkennslu, umsýslu og fleira. Forstöðumaður kemur fram fyrir hönd safnsins og sér um kynningarmál þess, skipuleggur þjónustu safnsins og leiðir faglega starfsemi þess. 

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
• Bókasafns- og upplýsingafræði eða annað háskólapróf sem nýtist vel í starfi
• Starfsreynsla á bókasafni og/eða skólabókasafni 
• Reynsla af starfi með börnum og ungmennum og kunnátta á skráningarkerfið Gegni, er kostur
• Góð þekking á menningarstarfi
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Frumkvæði og skipulagshæfni
• Góð tölvukunnátta
• Leiðtogahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum
• Góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti
• Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Margrét R. Gísladóttir forstöðumaður bókasafns í síma 420 1141 eða í tölvupósti bokasafn@grindavik.is og Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri í síma 420 1122, netfang thorsteinng@grindavik.is 

Umsóknum með upplýsingum um menntun, starfsferil ásamt kynningarbréfi skal skilað rafrænt á netfangið bokasafn@grindavik.is. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar n.k. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í 1. apríl 2015.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál