Kristina King međ stórleik í sínum fyrsta leik á Íslandi

  • Körfubolti
  • 15. janúar 2015

Grindvíkingar tóku stóran séns fyrir jól þegar ákveðið var að óska ekki eftir því að Rachel Tecca kæmi aftur til Íslands eftir jólafrí. Tecca hafði verið einn af betri erlendu leikmönnum deildarinnar í ár og oftar en ekki borið Grindavíkurliðið á herðum sínum sóknarlega. En þegar menn leggja mikið undir geta þeir líka unnið mikið og miðað við frammistöðu hins nýja leikmanns, Kristina King, í leiknum í gær virðast Grindvíkingar hafa dottið í lukkupottinn.

King bauð uppá ansi magnaða tölfræðilínu í sínum fyrsta leik og var að skila grimmt á báðum endum vallarins: 20 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar, 6 stolnir boltar, 5 varin skot og aðeins einn tapaður bolti. Vonandi heldur hún áfram að sýna svipaða takta í næstu leikjum sem verða sennilega erfiðir. Næst heimsækja stelpurnar Hauka og svo er heimaleikur gegn KR.

Fréttaritari síðunnar átti því miður ekki heimangengt á leikinn í gær en Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifaði eftirfarandi umfjöllun fyrir karfan.is:

Það var boðið upp á hörkuleik í kvöld í Röstinni er Grindavík tók á móti Breiðablik en Grindvíkingar frumsýndu nýjan erlendan leikmann, Kristina King. Fyrsti leikhluti gaf þó ekki til kynna að um jafnan leik yrði að ræða en í stöðunni 10-9 átti Grindavík góðan sprett og komust í 23-10 á aðeins örskömmum tíma og staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-17 fyrir Grindavík. Blikastelpur mættu af krafti í annan leikhluta og um miðjan leikhlutann settu þær 7 stig í röð og komust yfir, 34-35. Leikurinn var jafn og spennandi í framhaldinu en Grindavík náði að slíta sig aðeins frá Breiðablik fyrir hálfleik en hálfleikstölur voru 49-44.

Þriðji leikhluti var ágætlega spilaður að báðum liðum sem skiptust á að vera í forustu eða var jafnt en undir lok leikhlutans skoraði Kristina King 6 stig fyrir Grindavík sem leiddu 68-63 þegar flautað var til loka þriðja leikhluta. Fjórðu hluti var mjög spennandi og blikastelpur byrjuðu fjórða leikhluta vel og minnkuðu muninn í 70-68 er Arielle Wideman setti 2 stig. Grindavík svarar um leið og Breiðablik fylgir á eftir með and-1 körfu hjá Elínu Sóley Hrafnkelsdóttur og staðan 72-71. Grindavík skorar næstu 5 stig og komast í 77-71 og síðan í 81-75 og 2 mínútur eftir. Breiðablik reyndu að minnka muninn og komast aftur inn í leikinn en sóknirnar voru of tilviljunarkenndar og smá óðagot í gangi og Grindavíkurstelpur spiluðu af skynsemi og sigldu sigrinum í höfn, 83-78. Grindavík átti ekki sinn besta leik í dag en góður nokkra mínútu kafli í fyrsta leikhluta skyldi liðin að í lok leiks. Að sama skapi átti Breiðablik fínan leik en nokkra mínútu einbeitingaleysi í 1.leikhluta gaf Grindavík forskot sem þær náðu að brúa en orkan sem fór í það var of mikil til að þær næðu að landa sigri.

Grindavíkurstúlkur voru leiddar áfram af Kristinu King (20 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar og 6 stolnir), Maríu Ben Erlingsdóttur (20 stig) og Petrúnellu Skúladóttur (17 stig og 7 fráköst). Einnig átti Guðlaug Björt Júlíusdóttir (8 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar) fínan leik.

Hjá Breiðablik voru það Arielle Wideman (21 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar), Jóhanna Björk Sveinsdóttir (12 stig og 9 fráköst) og Berglind Karen Ingvarsdóttir (10 stig) sem eru þekktar stærðir og stóðu sig vel ásamt Anítu Rún Árnadóttir (12 stig og 5 stoðsendingar). Einnig verður að nefna Elínu Sóley Hrafnkelsdóttir sem er ung og efnilegur leikmaður og var hún með 9 stig og 7 fráköst og á hún svo sannarlega framtíðina fyrir sér ef hún heldur svona áfram.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!