Grindavíkurbćr er brautryđjandi í stuđningi viđ foreldrafćrni

  • Fréttir
  • 14. janúar 2015

Grindavíkurbær hefur markað sér þá stefnu að efla færni foreldra í uppeldi barna sinna og unnið að innleiðingu þeirrar stefnu undanfarin ár. Markmiðið er að bæta hegðun og samskipti barna og efla foreldra í hlutverki sínu. Gengið er út frá heildstæðri nálgun þannig að uppeldisáherslur skólanna og önnur þau verkfæri sem verið er að nota innan skólakerfisins vinni saman og þær aðferðir verði nýttar sem helst gagnast hverjum og einum nemanda og fjölskyldu hans.

Verkefnið hefur hlotið nafnið Foreldrafærni og er viðbót við aðra þjónustu sem veitt er í leik- og grunnskólum bæjarins. Svo sem Uppbyggingarstefnuna, Rósemd og um-

hyggju, Uppeldi sem virkar og ART þjálfun.

PMTO foreldrafærni
Aðalúrræði Grindavíkurbæjar til aukinnar foreldrafærni eru: 
• Almenn foreldrafræðsla. 
• Sérstök foreldrafærninámskeið. 
• Að lokum meðferð sem er byggð á PMTO foreldrafærni. 

PMTO foreldrafærni stendur fyrir „Parent Management Training Oregon model" og er viðurkennd aðferð fyrir foreldra, einkum foreldra barna með hegðunarerfiðleika.

Rannsóknir sýna að undanfarin 15 ár hefur náðst mjög mikill árangur við að draga úr áfengis-, tóbaks- og fíkniefnanotkun unglinga í Grindavík eins og annarsstaðar á landinu. Eftir stendur að erfitt hefur reynst að ná til þess hóps sem sýnir alvarlega áhættuhegðun. Það á jafnt við um Grindavík sem aðra bæi á landinu. Ljóst má vera að beita þarf öðrum úrræðum til að ná til barna með áhættuhegðun og forráðamanna þeirra. Í ljósi þess hófst vinna á vegum félagsþjónustu- og fræðslusviðs og frístunda- og menningarsviðs haustið 2011 við að móta forvarna- og foreldrafærniverkefni sem miði að því að ná sérstaklega til þessa hóps.

Markmið með foreldrafærniverkefninu er að ná sem fyrst til foreldra barna með hegðunarerfiðleika þannig að beita megi vægasta inngripinu hverju sinni og þannig efla foreldra og fjölskyldur í heild sinni. Ráðgjafar eru þjálfaðir innan hvers skóla fyrir sig og geta vísað málum áfram í sértækari þjónustu ef þörf krefur. Sértæk þjónusta er foreldranámskeið fyrir ákveðinn hóp foreldra sem vill breyta hegðun barna sinna og bæta samskipti innan fjölskyldunnar en hefur ekki náð árangri í almennri þjónustu. Annað sértækt úrræði er PMTO meðferð þar sem unnið er með einstakar fjölskyldur til að bæta samskiptin og hegðun barns.

Sálfræðingur og félagsráðgjafi í félags- og fræðsluþjónustu Grindavíkurbæjar, hafa nú lokið tveggja ára PMTO meðferðarmenntun. Þar að auki hafa 16 starfsmenn í leik-og grunnskólum, félagsmiðstöð og heilsugæslu lokið námi sem PMTO fagaðilar.

Foreldrar eru hvattir til að kynna sér verkefnið og leita óhikað ráða hjá starfsmönnum leik- og grunnskóla eða félagsþjónustu. Hægt er nálgast kynningarbækling um verkefnið hjá stofnunum bæjarins og á www.grindavik.is.

Róbert Ragnarsson
bæjarstjóri

Greinin birtist í 4. tbl. Járngerðar 2014.

Á myndinni eru Ingibjörg María Guðmundsdóttir sálfræðingur og Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi en báðar starfa þær á félags- og skólaskrifstofu Grindavíkurbæjar og hafa nýlokið tveggja ára ítarlegu meðferðarnámi í Parent Management Training - Oregon aðferð (PMTO). Þær eru þar með viðurkenndir sérfræðingar í PMTO meðferð og fræðslu. Námið er á vegum miðstöðvar PMTO-foreldrafærni í samvinnu við sérfræðinga í Eugene, Oregon, Bandaríkjunum. Það fólst m.a. í hóphandleiðslu, einkahandleiðslu, meðferðarvinnu með a.m.k. 5 fjölskyldur undir handleiðslu o.fl.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir