Biđröđ í miđa á Ţorrablótiđ

  • Fréttir
  • 9. janúar 2015

Risa þorrablót verður í íþróttahúsinu 24. janúar nk. Þorrablótsnefndin býst við 500 manns og fer miðasala fram í Gula húsinu við Austuveg í dag frá k. 17:00-21:00. Þegar heimasíðan var á ferð nú á hádegi var þegar komin biðröð við Gula húsið til að taka frá bestu borðin eins og sést á myndinni.  

Blótsgoði verður Agnar Steinarsson og Sólmundur Hólm mun stýra veislunni eins og honum einum er lagið.

Hinn landsþekkti Magni Ásgeirsson og hljómsveit hans munu spila fyrir dansi.
Einnig verða fleiri frábær skemmtiatriði.

Í þetta sinn var farin sú leið að fá skemmtilegt, magnað og frábært fólk úr ýmsum áttum í nefndina. Það ætlar að vekja upp gamlar hefðir og vera með heimatilbúin skemmtiatriði á heim(s)mælikvarða.

Nefndin vonast eftir góðum viðtökum, því án ykkar...   
Vonum við að starfsmenn fyrirtækja og vinahópar taki sig saman og fjölmenni á
blótið.

Láttu þig ekki vanta    Taktu daginn frá...

Forsala verður í Gula húsinu;
Föstudaginn 9. janúar 2015 frá kl. 19:00 til 21:00 og
Laugardaginn 10. janúar 2015 frá kl. 17:00 til 19:00.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Þorrablótsnefndin.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!