Foreldrafćrni miđar ađ ţví ađ bćta samskipti barna og efla foreldra í hlutverki sínu

  • Fréttir
  • 30. desember 2014

Í haust hefur verið unnið að innleiðingu á Foreldrafærni hjá Grindavíkurbæ sem hefur það að markmiði að bæta hegðun og samskipti barna og efla foreldra í hlutverki sínu.  Gengið er út frá heildstæðri nálgun í þessu verkefni ásamt uppeldisáherslum skólanna og önnur þau verkfæri sem verið er að nota innan skólakerfisins vinni saman og þær aðferðir verði nýttar sem helst gagnast hverjum og einum nemanda og fjölskyldu hans. Lagt er upp með ákveðinn grunn sem felst í að bjóða foreldrum upp á námskeið um uppeldi barna á meðan börn eru á leikskólaaldri og í byrjun grunnskóla. 

Fyrr á árinu var gefinn út kynningarbæklingur um Foreldrafærni. Í haust hafa aðgerðir svo verið samræmdar og lokið við gerð verkefnishandbókar þar sem er að finna innleiðingu og skipulag Foreldrafærninnar.

Markmið handbókarinnar:
• Að skýra hlutverk, sýna lausnirnar, að fólk noti mismunandi úrræði eftir aðstæðum
• Skýra og einfalda verkferla
• Allir hagsmunaðilar séu meðvitaðir
• Efling og samræming upplýsingamiðlunar
• Innleiðingar- og framkvæmdaáætlun

Grindavíkurbær er að mörgu leyti í fararbroddi þegar kemur að þessari vinnu en þetta er samstarfsverkefni félagsþjónustu- og fræðslusviðs, frístunda- og menningarsviðs, skólanna og heilsugæslunnar.

Auk fyrrgreindra námskeiða er boðið upp á stuðning við fjölskyldur í gegnum leik- og grunnskóla. Þá nýtist Uppbyggingarstefnan, Rósemd og umhyggja, Uppeldi sem virkar, ART þjálfun og PMTO foreldrafærni. For- eldrar fá ráðgjöf til að takast á við hegðun barna. Ráðgjafar eru þjálfaðir innan hvers skóla fyrir sig og geta vísað málum áfram í sértækari þjónustu ef þörf er á. Sértæk þjónusta er foreldranámskeið fyrir ákveðinn hóp foreldra sem vill breyta hegðun barna sinna og bæta samskipti innan fjölskyldunnar en hefur ekki náð árangri í almennri þjónustu. Annað sértækt úrræði er PMTO meðferð þar sem unnið er með einstakar fjölskyldur til að bæta samskiptin og hegðun barns. Meðferð er hluti af öðrum sértækum úrræðum sveitarfélagsins s.s. í barna-vernd og skólaþjónustu.

Skipulag

Yfirstjórn
• Sviðsstjóri frístunda- og mennningarsviðs
• Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs
• Sálfræðingur félagsþjónustu- og fræðslusviðs
Samráðsteymi
• Meðferðaraðilar og fagaðilar
Lausnarteymi - Eitt í hverri stofnun
• Grunnskóli
• Leikskólinn Laut
• Heilsuleikskólinn Krókur
Í handbókinni eru hlutverk og skilgreiningar á verkefnum og ábyrgðarsviði hvers og eins, farið yfir hlutverk lausnateymis. Hver stofnun fyrir sig; grunnskóli, Laut og Krókur í Grinda-vík, eru með lausnarteymi. Í lausnarteymi hverrar stofnunar sitja fagaðilar á viðkomandi stofnun.

Samráðsteymi:
Allir meðferðar- og fagaðilar hittast annan hvern mánuð í samráðsteymi undir stjórn fag-legs verkefnisstjóra og skiptist á þjálfun og handleiðslu. Þetta er um leið samráðsvettvangur þeirra sem vinna með PMTO verkfærin innan Grindavíkur.

Eftirfarandi verkfæri er notast við

Foreldrahópmeðferð:
Námskeið í fyrstu umferð sem er liður í þjálfun meðferðaraðila í hópmeðferð. Er vikulega á haustin í 1,5 klst í 14 vikur og símaviðtöl á milli. Til greina kemur að hópmeðferð sé fyrir stærra svæði en Grindavík.
Foreldranámskeið PMTO: 
Með utanaðkomandi kennara og einum af svæðinu í boði eftir áramót. Námskeið sem er 2,5 klst í 8 vikur fyrir foreldra barna í áhættu og/eða með væga erfiðleika.
Meðferðarvinna: 
4-6 fjölskyldur á ári komast að í einstaklingsmeðferð. Upphaf og lok fer eftir þörfum hverrar fjölskyldu sem fær á bilinu 16-25 skipti af vikulegum viðtölum 1 klst í senn og símtöl á milli.
Grunnnámskeið fagaðila: 
Námskeið fyrir fagfólk af Suðurnesjum frá nóvember til mars/apríl. Ætlað fyrir fagfólk til að geta unnið með PMTO verkfærin ásamt því að geta ráðlagt foreldrum/samstarfsfólki um notkun þeirra og metið þörf foreldra fyrir frekari íhlutun út frá hegðun barns.
Foreldrafærninámskeið:
Námskeiðið er auglýst fyrir alla. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig er hægt að;
• hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og jákvæðni
• auka eigin styrkleika og færni í foreldra-hlutverkinu
• nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt
• kenna börnum æskilega hegðun
• takast á við venjuleg vandamál í uppeldi
• koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika

Í handbókinni voru verkferlar teiknaðir upp og og jafnframt hönnuð ýmis eyðublöð sem tengjast þessu verkefni.

Meðferðar- og fagaðilar
Alls voru 9 meðferðar- og fagaðilar hjá Grindavíkurbæ. Í haust luku sálfræðingur og félagsráðgjafi á félags- og skólaskrifstofu meðferðaraðilanámi. Jafnframt tóku 9 manns í viðbót nám sem PMTO fagaðili. Eftirtaldir hafa náð sér í réttindi:
- Ingibjörg María Guðmundsdóttir, sálfræðingur og PMTO meðferðaraðili.
- Hildigunnur Árnadóttir, félagsráðsgjafi og PMTO meðferðaraðili.
- Ragnhildur Birna Hauksdóttir, leikskólaráðgjafi og PMTO fagaðili.
- Guðbjörg Sveinsdóttir, aðstoðarskólastjóri og PMTO fagaðili.
- Kristjana Jónsdóttir, grunnskólakennari og PMTO fagaðili.
- Lóa Björg Björnsdóttir, leikskólakennari Laut og PMTO fagaðili.
- Guðlaug Björk Klemensdóttir, leikskólakennari Laut og PMTO fagaðili.
- Bylgja Héðinsdóttir, leikskólakennari Króki og PMTO fagaðili.
- Ingigerður Gísladóttir, leikskólakennari Króki og PMTO fagaðili.
Þá eru níu í viðbót í námi og útskrifast í mars 2015.

Á myndinni eru Ingibjörg María Guðmundsdóttir sálfræðingur og Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi en báðar starfa þær á félags- og skólaskrifstofu Grindavíkurbæjar og hafa nýlokið tveggja ára ítarlegu meðferðarnámi í Parent Management Training - Oregon aðferð (PMTO). Þær eru þar með viðurkenndir sérfræðingar í PMTO meðferð og fræðslu. Námið er á vegum miðstöðvar PMTO-foreldrafærni í samvinnu við sérfræðinga í Eugene, Oregon, Bandaríkjunum. Það fólst m.a. í hóphandleiðslu, einkahandleiðslu, meðferðarvinnu með a.m.k. 5 fjölskyldur undir handleiðslu o.fl.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir