Viđ erum komin í flugeldastuđ!

  • Fréttir
  • 29. desember 2014
Viđ erum komin í flugeldastuđ!

Okkar fólk hefur unnið hörðum höndum að því um jólin að koma flugeldasölunni í gang og í gær opnuðum við glæsilegan flugeldamarkað í björgunarsveitarhúsinu að Seljabót 10 í Grindavík! Við ætlum að sjálfsögðu að vera með leik í gangi á Facebook og í raun ætlum við að gera aðeins betur og vera með tvo leiki, af því að við erum í stuði.  

Þeir sem taka þátt í leiknum fara sjálfkrafa í pott og geta átt möguleika á að vinna Trölla, sem er stærsti fjölskyldupakkinn sem við seljum. Dregið verður þann 30. des. Facebooksíðan er hér (smelltu).

Þeir sem að líka við síðuna okkar á facebook fara einnig í pott og geta átt möguleika á að vinna glæsilegan flugeldapakka að verðmæti 50 þúsund krónur. Dregið verður þann 31. des.

Núna er bara um að gera að líka við og deila þessu öllu saman en fyrst og fremst stefna á slysalaus og gleðileg áramót! Hlökkum til að sjá ykkur

Opnunartími flugeldasölunnar er sem hér segir:
28. des frá 12:00 til 22:00
29. des frá 12:00 til 22:00
30. des frá 12:00 til 22:00
31. des frá 10:00 til 16:00
6. jan frá 13:00 til 18:00

Kveðja
Félagar í björgunarsveitinni Þorbirni.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 25. maí 2018

Dansfjör hjá 10. bekk

Bókasafnsfréttir / 25. maí 2018

Bókasafn Grindavíkur óskar eftir starfsmanni

Tónlistaskólafréttir / 25. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

Fréttir / 24. maí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Tónlistaskólafréttir / 23. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

Grunnskólafréttir / 18. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

Grunnskólafréttir / 22. maí 2018

Risaeđlur á göngum Hópsskóla

Sjóarinn síkáti / 22. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag