Selsvellir 14 Jólahús Grindavíkur 2014

  • Fréttir
  • 23. desember 2014

Selsvellir 14 eru Jólahús Grindavíkur 2014 en þar búa Ómar Enoksson og Klara Bjarnadóttir. Að mati dómnefndar heimasíðu Grindavíkurbæjar er húsið og garðurinn smekklega skreytt og skreytingar í stórum gluggum í stofunni falla vel inn í umhverfið. HS Orka og HS veitur gefa verðlaun fyrir Jólahús Grindavíkur 2014 sem er inngreiðsla á orkunotkun.

Auglýst var eftir tilnefningum og var það samdóma álit nefndarinnar að Selsvellir 14 bæru af að þessu sinni. Almennt má segja um jólaskreytingar í Grindavík að þær séu frekar hófstilltar en margar hverjar ákaflega smekklegar. Hins vegar eru Grindvíkingar hvattir til þess að skreyta húsin sín og garða meira í framtíðinni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir