Samningalota í Gula húsinu

  • Fréttir
  • 22. desember 2014
Samningalota í Gula húsinu

Samningar hafa verið undirritaðir unnvörpum við leikmenn meistaraflokka karla og kvenna í Gula húsinu að undanförnu. Auk þess bættist nýr leikmaður í karlaliðið í Ásgeiri Ingólfssyni sem kom frá Haukum.   

Á efstu myndinni eru Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir sem skrifuðu báðar undir 2ja ára samning við knattspyrnudeild Grindavíkur. Bættust þær því í hóp þeirra sem skrifuðu undir nýja samninga í síðustu viku eins og lesa má um hér.

Þá hafa fimm leikmenn karlaliðsins skrifað undir nýja samninga við Grindavík. Þeir eru: Markó Valdimar Stefánsson, Matthías Örn Friðriksson, Magnús Björgvinsson og Scott Mckenna Ramsay voru allir með lausa samninga en hafa nú samið aftur við Grindavík. Síðan bættist í hópinn Ásgeir Ingólfsson sem kemur frá Haukum. Á myndinni eru Ásgeir, Magnús, Hákon Ólafsson, Scotty og Jósef. Þess má geta að Hákon og Jósef skrifuðu undir nýja samninga í sumar.

Nýjasti liðsmaðurinn Ásgeir Ingólfsson með Rúnari og Jónasi úr stjórn knattspyrnudeildar.

Ásgeir tekur sig vel út í þeim gula.

Scott Ramsay skrifaði undir nýjan samning og spilar sína fjórtándu leiktíð í Grindavíkurbúningnum.

Markó Valdimar Stefánsson framlengdi sinn samning.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 25. maí 2018

Dansfjör hjá 10. bekk

Bókasafnsfréttir / 25. maí 2018

Bókasafn Grindavíkur óskar eftir starfsmanni

Tónlistaskólafréttir / 25. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

Fréttir / 24. maí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Tónlistaskólafréttir / 23. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

Grunnskólafréttir / 18. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

Grunnskólafréttir / 22. maí 2018

Risaeđlur á göngum Hópsskóla

Sjóarinn síkáti / 22. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag