Jólasöngur elstu bekkinga

  • Grunnskólinn
  • 19. desember 2014

Sú hefð hefur skapast í Grunnskóla Grindavíkur gegnum tíðina að elstu bekkirnir fari einn morgun, í aðdraganda jólanna, í heimsókn á leikskólana í Grindavík og í Víðihlíð og syngja jólasöngva. Þau setjast síðan niður með börnunum og vistmönnum, þiggja veitingar og spjalla um daginn og veginn. Þessi söngstund var sl. miðvikudag og vakti allstaðar mikla ánægju.

(Smellið á myndina til að fá meiri upplýsingar og sjá fleiri myndir)

10. bekkur fór í heimsókn í Víðihlíð þar sem þau sungu nokkra söngva. Þau eru svo heppin að hafa píanóleikara í hópnum, hann Hauk Arnórsson, sem spilaði undir söngnum og síðan af fingrum fram á meðan hinir fengu djús og smákökur og spjölluðu við gamla fólkið.

9.bekkur fór í heimsókn í leikskólann Krók þar sem nemendur sungu fyrir börnin og með þeim. Mikil ánægja var með heimsóknina, boðið var uppá heitt súkkulaði og piparkökur og skemmtu allir sér vel.

8. bekkur fór á leikskólann Laut.  Þau sungu fimm jólalög fyrir börnin, drukku með þeim djús og borðuðu smákökur. Síðan þökkuðu leikskólabörnin 8. bekk fyrir komuna með því að syngja nýtt jólalag.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 19. febrúar 2018

Ađalfundur Rauđa krossins í Grindavík 

Fréttir / 16. febrúar 2018

Blús-rokk á Bryggjunni annađ kvöld

UMFG / 15. febrúar 2018

Juanma áfram í Grindavík

Grunnskólinn / 14. febrúar 2018

Líflegur öskudagur í Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 8. febrúar 2018

Pizza í matinn í skólanum á öskudaginn

Fréttir / 8. febrúar 2018

Bćnastund í kirkjunni í kvöld

Íţróttafréttir / 7. febrúar 2018

Grindavík tapađi heima gegn Hamri í framlengdum leik

Grunnskólinn / 7. febrúar 2018

Ţorgrímur Ţráinsson heimsótti 5. og 6. bekk

Grunnskólinn / 6. febrúar 2018

Gaman saman - 3. og 4. bekkur í Ţrumunni