Auglýsing um útbođ á rekstri tjaldsvćđis viđ Austurveg í Grindavík

  • Fréttir
  • 19.12.2014
Auglýsing um útbođ á rekstri tjaldsvćđis viđ Austurveg í Grindavík

Grindavíkurbær auglýsir til leigu aðstöðu og rekstur tjaldsvæðis í Grindavík í fjögur ár, eða frá 1. febrúar 2015. Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins og umhirðu að hluta, ásamt markaðssetningu þess.  

Ætlast er til að bjóðendur kynni sér vel allar aðstæður á staðnum. Boðið er upp á vettvangsskoðun mánudaginn 5. janúar desember kl. 13:00.

Tilboðsfrestur er til kl. 11.00, mánudaginn 19. janúar 2015. 

Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, Grindavík, kl. 11.00 þann 19. janúar að 
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Þeir sem áhuga hafa á að gera tilboð í leigu tjaldsvæðisins geta nálgast útboðsgögn með því að senda beiðni um gögn á netfangið thorsteinng@grindavik.is. Óski bjóðendur að fá útboðsgögn á pappírsformi verða þau seld í afgreiðslu sveitarfélagsins fyrir kr. 2.000.-

Veittur er fyrirspurnarfrestur til kl. 11.00 þann 12. janúar 2015. Öllum fyrirspurnum verður svarað skriflega til þeirra sem tekið hafa gögn. Tilboði skal skila í lokuðu umslagi þannig merktu:
„ÚTLEIGA Á REKSTRI TJALDSVÆÐISINS Í GRINDAVÍK - TILBOÐ"
Á umslaginu skal koma greinilega fram nafn og heimilisfang tilboðsgjafa.

Tilboð skulu send til: 
Grindavíkurbær, Víkurbraut 62, 240 Grindavík.

Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri frístunda- og menningarsviðs, á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 420 1100 eða netfang thorsteinng@grindavik.is

Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Öllum tilboðum verður svarað skriflega eftir að ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar liggur fyrir.

Grindavíkurbær

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. ágúst 2018

Atvinna - Matráđur í Miđgarđi

Bókasafnsfréttir / 9. ágúst 2018

Sumarlestur bókasafnsins endar brátt

Fréttir / 4. ágúst 2018

Sundlaugin opin á mánudaginn

Bókasafnsfréttir / 2. ágúst 2018

Bókasafniđ lokađ á morgun

Fréttir / 30. júlí 2018

Frćđsluganga viđ Ţorbjörn á morgun

Íţróttafréttir / 25. júlí 2018

Grindavík tapađi 0-2 heima gegn Blikum

Íţróttafréttir / 24. júlí 2018

Ađalfundur Pílufélags Grindavíkur verđur 31. júlí

Fréttir / 23. júlí 2018

Matseđill vikunnar í Víđihlíđ

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Nýjustu fréttir 11

Atvinna - Stuđningsfulltrúi

  • Grunnskólafréttir
  • 11. ágúst 2018

Atvinna - Starfsfólk í Heimaţjónustu

  • Fréttir
  • 9. ágúst 2018

Opiđ Sviđ í 37. sinn í Grindavík

  • Fréttir
  • 30. júlí 2018

Sophie O'Rourke í Grindavík

  • Íţróttafréttir
  • 25. júlí 2018