Jólaskákmót SAMSUĐ

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 18. desember 2014

Grindvíkingar fjölmenntu á jólaskákmót Samsuð og Krakkaskák.is sem að þessu sinni var haldið í Reykjanesbæ. Grindvíkingar tóku flest verðlaunin nema fyrsta sætið í yngri flokk sem Sólon Siguringason úr Njarðvíkurskóla vann og annað sætið í eldri flokk drengja vann Rósant Hafþórsson úr Holtaskóla. Grindvíkingar tóku öll önnur verðlaun.
Það var frábært að sjá stelpurnar úr Grindavík mæta til leiks og tefla eins og herforingjar og náði Hekla Eik Nökkvadóttir 4.sætinu í yngri flokk og að sjálfsögðu fyrsta sætinu í stúlknaflokki. Allar stóðu þær sig frábærlega vel.

Smellið á "Meira" til að sjá úrslit og fleiri myndir.

Það voru góðir happadrættisvinningar sem Nettó gaf sem dregið var um í lokin. Mótið tókst mjög vel og vonandi verður þetta jólamót mun stærra á nærsta ári þegar skipulögð skákkennsla verður komin í skóla í Reykjanesbæ.

Úrslit: 
Stelpur 9-10 ára
Hekla Eik Nökkvadóttir Grunnskóla Grindavíkur
Nadía Heiðrún Arthúrsdóttir, Grunnskóla Grindavíkur
Ágústa María Ohlsson, Grunnskóla Grindavíkur


Drengir 9-10 ára
Sólon Siguringason Njarðvíkurskóli
Róbert Þórhallsson Grunnskóla Grindavíkur
Þórarinn Gunnlaugsson Grunnskóla Grindavíkur

Drengir 11-12 ára
Jóakim Ragnar Óskarsson Grunnskóla Grindavíkur
Rósant Freyr Hafþórsson Holtaskóli
Pálmar Sveinsson Grunnskóla Grindavíkur

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!