Stórtjón í bruna
Stórtjón í bruna

Miklar skemmdir urðu á Mölvík húsinu í Grindavík þar sem er stunduð hausaþurrkun, í eldsvoða í nótt. Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi að drepa í síðustu glæðunum. Miklar skemmdir urðu á fiskvinnslunni.

Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Grindavíkur, var heima við þegar tilkynning barst um eldsvoða klukkan ellefu mínútur yfir ellefu í gærkvöld. „Ég sá það strax, bara á leiðinni niður á slökkvistöð, hvers eðlis þetta var. Þá stóðu eldtungurnar vel upp úr þaki." Hann segist því ekki hafa átt annarra kosta völ en að óska aðstoðar björgunarsveitarmanna og Brunavarna Suðurnesja.

„Síðan var ráðist á þetta fram og til baka. Það er strengjasteypa í þessu húsi, í burðarvirki þess, þannig að það fór enginn maður inn fyrr en við vorum búnir að ganga úr skugga um að það væri öruggt," segir Ásmundur. Burðarvirkið í þakinu er forsteypt og þess eðlis að það missir burðarþol við ákveðinn hita. Því óttuðust menn að þakið kynni að hrynja.

„Svo er gríðarleg vinna að komast að eldinum vegna þess að inni í þessu er hausaþurrkun. Það eru skápar utan um það með stórum loftræstistokkum og ekki séns að komast að þessu." Slökkviliðsmenn þurftu því að komast að eldinum ofan frá og fengu krana til að lyfta hluta þaksins. „Þá gátum við slegið á útbreiðsluna þannig að við gátum varið helminginn af húsinu. Alla vega er ekki kominn eldur í það ennþá." 

Frétt af rúv.is. Sjá nánar og fleiri myndir hér á vef rúv.

Umfjöllun Víkurfrétta og myndir.

Nýlegar fréttir

mán. 11. des. 2017    Jazzkvartenn Önnu Grétu á Bryggjunni á miđvikudaginn
mán. 11. des. 2017    0,93% atvinnuleysi í Grindavík
mán. 11. des. 2017    Ingibjörg Sigurđardóttir til Djurgĺrden
mán. 11. des. 2017    Ţakkir til Grindvíkinga frá ađstandendum Guđmundar Atla
sun. 10. des. 2017    Ađventustund í kirkjunni klukkan 18:00
fös. 8. des. 2017    Stendur ţú fyrir viđburđi í desember? Láttu okkur vita!
fös. 8. des. 2017    Ćskulýđsbikar Landsambands Hestamanna til Brimfaxa
fös. 8. des. 2017    Grindavík aftur á sigurbraut međ sigurkörfu á lokasekúndunni
fös. 8. des. 2017    Líf og fjör á Fjörugum föstudegi
fös. 8. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans halda hátíđlega jólatónleika 9. desember
fim. 7. des. 2017    Hver er Grindvíkingur ársins 2017? Tilnefningar óskast
fim. 7. des. 2017    Jón Axel stigahćstur - fékk hrós frá Steph Curry
fim. 7. des. 2017    Grindavíkurnáttföt - fullkomin í jólapakkann!
fim. 7. des. 2017    Ađventu- og fjölskyldustund í kirkjunni á sunnudaginn
fim. 7. des. 2017    Elena og María Sól áfram í Grindavík
miđ. 6. des. 2017    6. A sigurvegari í spurningakeppni miđstigs
miđ. 6. des. 2017    Eldvarnarátak í bođi LSS og Lions
miđ. 6. des. 2017    10. A sigurvegari í spurningakeppni unglingastigs
miđ. 6. des. 2017    Rafbókasafniđ er komiđ!
ţri. 5. des. 2017    Breyttur afgreiđslutími í jólafríi grunnskólans
ţri. 5. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés
mán. 4. des. 2017    Slysavarnakonur gefa endurskinsmerki
mán. 4. des. 2017    Stjörnuhópar leikskólanna heimsćkja fyrsta bekk
mán. 4. des. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
mán. 4. des. 2017    Ţriđja tapiđ í röđ stađreynd hjá strákunum
Grindavík.is fótur