Stórtjón í bruna

  • Fréttir
  • 18. desember 2014
Stórtjón í bruna

Miklar skemmdir urðu á Mölvík húsinu í Grindavík þar sem er stunduð hausaþurrkun, í eldsvoða í nótt. Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi að drepa í síðustu glæðunum. Miklar skemmdir urðu á fiskvinnslunni.

Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Grindavíkur, var heima við þegar tilkynning barst um eldsvoða klukkan ellefu mínútur yfir ellefu í gærkvöld. „Ég sá það strax, bara á leiðinni niður á slökkvistöð, hvers eðlis þetta var. Þá stóðu eldtungurnar vel upp úr þaki." Hann segist því ekki hafa átt annarra kosta völ en að óska aðstoðar björgunarsveitarmanna og Brunavarna Suðurnesja.

„Síðan var ráðist á þetta fram og til baka. Það er strengjasteypa í þessu húsi, í burðarvirki þess, þannig að það fór enginn maður inn fyrr en við vorum búnir að ganga úr skugga um að það væri öruggt," segir Ásmundur. Burðarvirkið í þakinu er forsteypt og þess eðlis að það missir burðarþol við ákveðinn hita. Því óttuðust menn að þakið kynni að hrynja.

„Svo er gríðarleg vinna að komast að eldinum vegna þess að inni í þessu er hausaþurrkun. Það eru skápar utan um það með stórum loftræstistokkum og ekki séns að komast að þessu." Slökkviliðsmenn þurftu því að komast að eldinum ofan frá og fengu krana til að lyfta hluta þaksins. „Þá gátum við slegið á útbreiðsluna þannig að við gátum varið helminginn af húsinu. Alla vega er ekki kominn eldur í það ennþá." 

Frétt af rúv.is. Sjá nánar og fleiri myndir hér á vef rúv.

Umfjöllun Víkurfrétta og myndir.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 25. maí 2018

Dansfjör hjá 10. bekk

Bókasafnsfréttir / 25. maí 2018

Bókasafn Grindavíkur óskar eftir starfsmanni

Tónlistaskólafréttir / 25. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

Fréttir / 24. maí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Tónlistaskólafréttir / 23. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

Grunnskólafréttir / 18. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

Grunnskólafréttir / 22. maí 2018

Risaeđlur á göngum Hópsskóla

Sjóarinn síkáti / 22. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag