Kristín Ingeborg Mogensen hćttir kennslu

  • Grunnskólinn
  • 16. desember 14

Kristín Mogensen mun hætta störfum um áramót en hún hefur verið kennari í Grindavík frá því haustið 1992. Kristín sem mun eyða jólunum hjá dóttur sinni í San Francisco ætlar að leika sér í nokkrar vikur en stefnir síðan að því að flytja til Reykjavíkur og leita sér að vinnu á öðrum vettvangi.
Starfsfélagar Kristínar sem kvöddu hana með tertuhlaðborði og kossum í morgun þakka henni samstarfið í gegnum árin og óska henni alls hins besta í framtíðinni.

Elli þakkar Kristínu fyrir samstarfið með rembingskossi.  

Deildu ţessari frétt