Fundur nr. 3

  • Ungmennaráđ
  • 15. desember 2014

Ár 2012, þriðjudaginn 7. febrúar var haldinn 3. fundur ungmennaráðs Grindavíkur. Fundurinn var haldinn í félagsmiðstöðinni Þrumunni og hófst kl. 20:00. 

Mættir:
Aðalmenn: Sigurbjörg Vignisdóttir, Katla Marín Þormarsdóttir, Unnar Hjálmarsson, Nökkvi Harðarson, og Reynir Berg Jónsson.
Kristín M. Ívarsdóttir og Rósa Sveinsdóttir boðuðu forföll..
Jafnframt sat fundinn Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sem ritaði fundargerð.


Dagskrá:

1) Menningarvika - hugmyndir. Ræddar voru hugmyndir að dagskráratriðum. Ungmennaráð tekur vel í þá hugmynd að starfrækja útvarp Grindavíkur einhverja daga.

2) Starfsáætlun Þrumunnar. Ungmennaráð telur áætlunina vera gott plagg og hvetur forstöðumann og starfsmenn til fylgja áætluninni eftir. Jafnframt leggur ungmennaráð til að skoðað verði fyrir næsta haust hvort ekki verði hægt að vera með opnun fyrir 16 - 18 ára.

3) Stefnumótunarvinna Grindavíkurkirkju. Lagt fram til kynningar.

4) Staðsetning félagsmiðstöðvar til framtíðar - kostir og gallar

Kynnt var þarfagreining sem unnin var fyrir félagsmiðstöðina. Að mati ungmennaráðs eru kostir þess að hafa félagsmiðstöðina í tengslum við skólann mun fleiri en gallarnir. Góðir samnýtingar möguleikar um húsnæði eru í stöðunni og sparnaður töluverður á móti því að farið verði í það að byggja nýja félagsmiðstöð á öðrum stað.

5) Ungmennahús - framtíð. Næst komandi föstudag verður haldin fundur ungmennahúsa á Akureyri. Sviðsstjóri frístunda-og menningarsviðs mun sækja fundinn. Ungmennaráð leggur til að Reynir Berg fái jafnframt að fara sem fulltrúi Grindavíkur. Til vara: Sigurbjörg Vignisdóttir.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:15.

Sigurbjörg Vignisdóttir
Katla Marín Þormarsdóttir
Unnar Hjálmarsson
Nökkvi Harðarson
Reynir Berg Jónsson.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134