Fundur nr. 48

  • Skipulags- og umhverfisnefnd
  • 12. desember 2014

null

48. fundur Skipulags- og umhverfisnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 10. desember 2014 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Jón Emil Halldórsson aðalmaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Bryndís Gunnlaugsdóttir varamaður, Páll Þorbjörnsson varamaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

 

Dagskrá:

1. 1405105 - Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2
Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu erindi Landsnets hf., kt. 580804-2410, dags. 7. maí 2014, ásamt fylgiskjölum. Engar athugasemdir bárust. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Ívar Pálsson frá Landslögum kom inn á fundinn undir þessum lið. Erindinu fylgir m.a. skýrsla, yfirlitskort, matsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum ásamt viðaukum, álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum, dags. 17.09.2009, leyfi Orkustofnunar, dags. 5. desember 2013, ásamt greinargerð, teikningar af möstrum og fl. Lagt fram bréf Lex lögmannstofu, dags. 26. maí sl. ásamt fylgiskjölum. Einnig eru lagðar fram umsagnir og athugasemdir frá eftirtöldum aðilum: Skipulagsstofnun dags. 15 júlí 2014, Samgöngustofu dags. 16. júlí 2014, Landsneti dags. 17.júlí 2014, Vegagerðinni dags. 17.júlí 2014, Umhverfisstofnun dags. 24.júlí 2014, Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands dags. 3.ágúst 2014, Minjastofnun Íslands dags. 18.ágúst 2014, Lex lögfræðistofu f.h. landeigenda í Vogum dags. 20.ágúst 2014 og Isavia ohf. dags. 5.september 2014. Lögð fram umsögn Landslaga dags. 10.12.2014. Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að umsóknin sé í samræmi við aðalskipulag Grindavíkur og álit Skipulagsstofnunar frá 17. september 2009 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Nefndin telur álit Skipulagsstofnunar lýsa áhrifum framkvæmdarinnar nokkuð vel en telur jafnframt að áhrif framkvæmdarinnar innan lögsagnarumdæmis Grindavíkur séu ekki veruleg m.t.t. þess að eingöngu er um að ræða þrjú möstur á stuttum kafla (um 600m kafla) á svæði sem þegar er að mestu raskað. Þá mun línan liggja samsíða línu sem fyrir er. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsögn Landslaga og framkvæmdaleyfið.
Skipulagsfulltrúa er falið að veita umsækjanda framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn og með þeim skilyrðum sem fram koma í áliti Skipulagsstofnunar frá 17. september 2009, þegar fyrir liggur áhættumat vegna Keflavíkurflugvallar enda samræmist leyfisveitingin niðurstöðu slíks mats. Niðurstaða áhættumats vegna Keflavíkurflugvallar skal kynnt nefndinni þegar það berst.

2. 1403044 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara, Brú Emerald slhf.
Lagt fram að nýju erindi frá Brú Emerald ehf. kt. 671211-2000. Í erindinu er óskað eftir breytingum á framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara meðfram Suðurstrandavegi 427. Breytingarnar lúta að því að strengurinn fari meðfram Suðurstrandarvegi, norðan vegar um land Ísólfsskála og inn í land Hrauns. Lagðar eru fram tillögur af þremur leiðum um svæðið. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi fyrir leið meðfram Suðurstrandavegi verði samþykkt með fyrirvara um leyfi landeiganda og Vegagerðarinnar.

3. 1409092 - Deiliskipulag fiskeldis á Stað.
Tekið fyrir eftir auglýsingu skipulagslýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi fiskeldis á Stað. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun, Hafrannsóknarstofnun, Skipulagsstofnun, MASTog HES. Skipulagsfulltrúa falið að láta vinna tillögu að deiliskipulagi með hliðsjón af umsögnum.

4. 1406056 - Deiliskipulag Víðihlíð og nágrenni
Farið var yfir tillögur og teikningar, málinu frestað.

5. 1412009 - Umsókn um byggingarleyfi, fiskeldi Iceaq, áfangi 1.
Erindi frá Matorku ehf. kt. 500412-0540. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 4 kerjalínum, fóðursílóum og fráveitu. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ ehf. dagsettar 26.11.2014. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að sýnt verði fram á að gerð kerjanna standist notkunarálag. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn og lóðarleigusamningur liggur fyrir.

6. 1412010 - Fyrirspurn um byggingareit og gangstétt við Hópsnes, Verbraut 5b

Erindi frá Hópsnes ehf. í erindinu er óskað eftir að skilgreindur verði byggingarreitur við lóð fyrirtækisins að Verbraut 5b. Einnig er óskað eftir því að gerðar verði breytingar á gangstétt á móti Verbraut 3. Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu í deiliskipulagsgerð sem er í vinnslu.

7. 1412025 - Breyting á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar. Tillagan felur í sér að svæði milli Norðurhóps 5 og Víkurhóps 5 verði breytt byggingarreit fyrir parhús og að við Norðurhóp 1-5 verði leyfilegt að byggja parhús í stað raðhúss. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna deiliskipulagsbreytinguna.

8. 1411072 - Umsókn um lóð á landfyllingu
Erindi frá Þorbirni hf. Í erindinu er óskað eftir lóð við landfyllinguna við Svíragarð. Erindinu fylgir riss þar sem áætlað að reisa frystigeymslu. Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem enn er unnið að deiliskipulagi fyrir svæðið. Málinu vísað í deiliskipulagsgerð.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 16. janúar 2019

Fundur 1504

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2019

Fundur 79.

Bćjarráđ / 9. janúar 2019

Fundur 1503

Frćđslunefnd / 6. desember 2018

Fundur 82

Frćđslunefnd / 7. nóvember 2018

Fundur 81

Bćjarstjórn / 18. desember 2018

Fundur 491

Skipulagsnefnd / 10. desember 2018

Fundur 49

Skipulagsnefnd / 3. desember 2018

Fundur 48

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2018

Fundur 78.

Bćjarráđ / 11. desember 2018

Fundur 1502

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75