Friđargangan í blíđskapar veđri

  • Fréttir
  • 12. desember 2014

Hin árlega friðarganga Grindvíkinga var í morgun. Allir nemendur grunnskólans og leikskólabörn gengu fylktu liði frá hverjum skóla upp á Landsbankatún þar sem haldin var friðarstund. Séra Elínborg flutti friðarávarp og sönghópur tónlistarskólans og stúlknakór kirkjunnar sungu nokkur lög. Úti var stillt veður og fimm stiga frost en allir voru vel klæddir. Markmið göngunnar er að efla samkennd og samhug með því að boða jákvæðni, gleði og kærleika í samfélaginu. Að friðarstundinni lokinni var gengið aftur upp í skóla þar sem nemendur fengu heitt kakó og piparkökur.

Nemendur elstu bekkjanna gengu með fyrsta bekk og leikskólabörnunum.  

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir