Friđargangan 2014 er á morgun, föstudaginn 12. desember

  • Fréttir
  • 11. desember 2014

Hin árlega friðarganga Grindvíkinga verður á morgun, föstudaginn 12. desember. Gangan er samstarfsverkefni skólastofnanna í Grindavík. Gangan hefst kl. 09:00 og verður gengið fylktu liði frá hverjum skóla að Landsbankatúninu. Markmið göngunnar er að efla samkennd og samhug með því að boða jákvæðni, gleði og kærleika í samfélaginu.

SKIPULAG:
• Nemendur Hópsskóla sameinast nemendum frá leikskólanum Króki á Stamphólsvegi og ganga niður Víkurbraut að Landsbankatúninu.
• Nemendur grunnskólans mæta nemendum af leikskólanum Laut við lögreglustöðina og ganga upp Víkurbraut að Landsbankatúninu. Nemendur tónlistarskólans koma inn í gönguna fyrir framan skólann.
Nemendur í 7. bekk aðstoða við við að leiða 1. bekk úr Hópsskóla.
Nemendur í 9. bekk aðstoða við að leiða börn af leikskólanum Króki.
Nemendur í 10. bekk aðstoða við að leiða börn af leikskólanum Laut.
Þessir nemendur mæta kl. 08:00 í skólana, aðstoða við að klæða og fylgja börnunum í göngunni. Þau mynda hringi með leikskólabörnunum og fylgja þeim aftur í sinn leikskóla. Leikskólarnir bjóða upp á heitan drykk þegar komið er til baka.
Hver árgangur grunnskólans frá 1. - 8. bekk myndar hring á Landsbankatúninu samkvæmt skipulagi. Umsjónarkennarar upplýsa nemendur um fyrirkomulag göngunnar og tilgang. Umsjónarkennarar nemenda í 7., 9. og 10. bekk undirbúa sína nemendur vel í því aðstoða yngstu börnin. Hvað felst í því, ábyrgð o.s.frv.

DAGSKRÁ:
1. Kórar (sönghópur tónlistarskólans og stúlknakór kirkjunnar) syngja 3 lög: Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Bráðum koma blessuð jólin, Snjókorn falla.
2. Sr. Elínborg flytur stutt friðarávarp og síðan verður örstutt þögn þar sem hver og einn upplifir friðinn í sjálfum sér.
3. Kórarnir syngja: Bjart er yfir Betlehem.

Að loknum söng gengur hver hópur til síns skóla.
Lögreglan og starfsmenn Þjónustumiðstöðvar munu aðstoða við að loka götum og starfsmenn HS Orku munu sjá til þess að slökkt verði á ljósastaurum milli kl. 08:45 - 09:45.
Leikskólarnir munu bjóða foreldrum að taka þátt í göngunni. Eldri borgurum verður send tilkynning og þeir hvattir til að taka þátt og mæta á Landsbankatúnið.

ALLIR NEMENDUR MÆTA MEÐ VASALJÓS OG LÝSA UPP SKAMMDEGIÐ INNRI BIRTU.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!