Söngur, heitt súkkulađi og gleđi ţegar kveikt var á jólatrénu

  • Fréttir
  • 8. desember 2014

Það var margt um manninn þegar kveikt var á jólatré Grindavíkurbæjar við hátíðlega athöfn á Landsbankatúninu í gærkvöldi í blíðskapar veðri. Höfðu margir á orði að jólatréð í ár væri óvenju fallegt og vel skreytt. Unglingadeildin Hafbjörg bauð upp heitt súkkulaði og piparkökur sem mæltist sérlega vel fyrir enda frekar kalt í veðri.

Nemendur úr tónlistarskólanum hófu dagskrána, fyrst með þverflautuleik og svo með söng, við undirspil Renötu Ivan. Kristín María Birgisdóttir forseti bæjarstjórnar flutti ávarp fyrir hönd bæjarstjórnar. Þá stigu Skoppa og Skrítla á svið við miklar vinsældir yngri kynslóðarinnar. Þær fengu síðan þann heiður að kveikja á jólatrénu.

Að endingu mættu tveir rauðklæddir sveinar, þeir Kertasníkir og Kjötkrókur, með látum en þeir tóku lagið og skemmtu fólkinu. Að endingu sungu þeir uppáhalds jólalagið sitt sem ber heitið Ég sá mömmu kyssa jólasvein .

Elísabet Ýrr Waldorff og Rebekka Rut Hjálmarsdóttir spiluðu á þverflautu jólalögin Í skóginum stóð kofi einn, Jólasveinar ganga um gólf og Bráðum koma blessuð jólin.

Skoppa og Skrítla heimsóttu Grindavík.

Kristín María Birgisdóttir forseti bæjarstjórnar flutti ávarp.

Sigríður María Eyþórsdóttir söng jólalögin Hátíð í bæ, Jólin allstaðar og Óskin um gleðileg jól.

Jólasveinarnir stálust til byggða og skemmtu ungviðinu.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir