Tap gegn Stólunum í háspennuleik

 • Körfubolti
 • 2. desember 2014
Tap gegn Stólunum í háspennuleik

Grindvíkingar tóku á móti Tindastóli í Dominosdeild karla í gærkvöldi og enn ætlar að verða einhver bið eftir næsta sigri hjá okkar mönnum. Eftir leikinn situr Grindavík í 10. sæti með tvo sigra og 6 töp. Nóg er þó eftir af deildarkeppninni og voru mikil batamerki á leik liðsins í gær og hefðu sigurinn hæglega getað endað okkar megin en heilladísirnar voru ekki á okkar bandi í þetta skiptið.

Fréttaritari síðunnar var á leiknum í gær og tók nokkrar myndir og skrifaði pistil fyrir karfan.is:

,,Þegar tímabilið hófst voru sennilega ekki margir sem reiknuðu með því að rétt fyrir jólafrí yrðu Grindvíkingar aðeins með tvo sigra í deildinni og ekki í topp átta, meðan að nýliðar Tindastóls væru aðeins með eitt tap á bakinu, gegn toppliði KR. En þetta er raunveruleikinn sem blasti við í Grindavík í kvöld og Tindastólsmenn eygðu möguleika á því
að vinna í Röstinni í fyrsta skipti í 12 ár.

Eins og hefur sennilega ekki farið framhjá neinum hafa Grindavíkingar verið að glíma við meiðsli lykilmanna sem og tíðar breytingar á leikmannahópnum. Þeir eru núna á sínum þriðja erlenda leikmanni og þá var Jón Axel Guðmundsson búinn að klæða sig í gula búninginn í kvöld en hann hélt til Bandaríkjanna í nám í haust. Er hann staddur hér á landi
í stuttu "Þakkagjörðarfríi" og svaraði að sjálfsögðu kallinu frá Grindavík og spilaði þennan leik með liðinu í kvöld. Jón Axel minnti rækilega á það hversu góður leikmaður hann er þrátt fyrir ungan aldur, en hann skoraði 14 stig í leiknum í kvöld, gaf 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst á tæpum 28 mínútum.

Leikurinn fór rólega af stað og jafnt var á öllum tölum, 20-20, eftir fyrsta leikhluta. Skagfirðingar voru heldur sterkari í 2. leikhluta en Grindvíkingar hleyptu þeim þó aldrei langt á undan sér. Staðan í leikhléi var 38-44 gestunum í vil og höfðu gárungarnir það á orði að Grindavíkurliðið væru litlu skárra en ÍG sem lék við Tindastól í bikarnum á dögunum.

Ef að Jón Gauti Dagbjartsson, formaður UMFG, var ekki búinn að stroka Darrel Lewis út af jólakortalistanum sínum fyrir þennan leik fór hann örugglega heim og gerði það eftir leikinn. Það hljómar kannski eins og klisja en Lewis skoraði að vild í leiknum. Hinn 38 ára Lewis gerði sér lítið fyrir og skoraði 23 stig í fyrri hálfleik og önnur 22 í seinni og endaði því með 45 stig. Grindvíkingum gekk illa að hemja reynsluboltann Lewis í teignum sem endaði með 81% skotnýtingu í 21 tilraun.

Það má í raun segja að vörnin hafi verið banabiti Grindvíkinga í þessum leik. Rodney Alexander virðist ekki vera kominn í sitt besta form, og þrátt fyrir gríðarlegan sprengi- og stökkkraft virkaði hann oft ekki alveg með á nótunum varnarlega. Sóknarlega var hann mjög öflugur þó svo að á einum punkti hafi heyrst kallað frá pirruðum stuðningsmanni Grindavíkur: "Hann þarf bara að klára þessi færi", en þegar tölfræði er skoðuð sést að hann klikkaði aðeins úr 4 skotum og var með 71% nýtingu. Ef hann nær að hrista af sér einhver 5 kíló fyrir nýja árið eru Grindvíkingar í góðum málum.

Lokamínútur leiksins urðu svo æsispennandi þegar Grindvíkingar fundu loksins fjölina sína í sókninni. Þrír stórir þristar duttu í röð og staðan breyttist úr 70-79 í 79-81 og fljótlega voru heimamenn svo komnir yfir, 95-93 og með leikinn í hendi sér. Lokamínúturnur urðu afar taugatrekkjandi og er langt síðan að undirritaður hefur svitnað jafn mikið á körfuboltaleik sem hann var ekki að spila sjálfur. Tindastólsmenn héldu þó ró sinni og héldu áfram að skora. Þegar 17 sekúndur voru til leiksloka var staðan 95-98 og ljóst að Grindvíkingar yrðu að hafa hraðar hendur og að reyna þriggja stiga skot til að koma leiknum möguleg í framlengingu. Grindvíkingar fengu góða sókn, Maggi Gunn var galopinn en vissi að hann var ískaldur (1/7 í þriggja) svo að hann lét boltann ganga á Odd sem var sjóðheitur (4/6) sem aftur sendi á Ólaf Ólafsson (3/6 fyrir þetta skot) sem tók af skarið og lét vaða í rándýran þrist sem skoppaði inn og út og þar með var draumurinn úti.

Darrel Lewis (45 stig) og Myron Dempsey (27/10 fráköst) drógu vagninn sóknarlega fyrir Tindastól í kvöld, en í liði Stólanna vita allir nákvæmlega hvert þeirra hlutverk er og allir skila því 100%. Þetta er áhugaverð blanda leikmanna sem sumir myndu kalla ruslakalla, sem fara langt á seiglunni og reynslunni í bland við unga og efnilega leikmenn sem skila sínu rækilega. Pétur Rúnar Birgisson (1996) skoraði t.a.m. 11 stig og gaf 12 stoðsendingar.

Hjá Grindavík var það Rodney Alexander sem var stigahæstur með 27 stig. Ólafur Ólafs skoraði 23 og Oddur Kristjánsson 20 og gaf 9 stoðsendingar. Aðrir leikmenn
skoruðu minna og voru fáir að skila mörgum stigum. Má þar nefna að Ómar Sævarsson skoraði aðeins 4 stig en tók sín fráköst að vanda, 12 stykki þetta kvöldið."

Tölfræði leiksins

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 13. nóvember 2018

Blóđsykursmćling í Nettó í bođi Lions

Fréttir frá Ţrumunni / 12. nóvember 2018

Félagsmiđstöđva- og ungmennahúsadagurinn á miđvikudaginn

Grunnskólafréttir / 9. nóvember 2018

Popplegur lestrarsprettur

Fréttir / 9. nóvember 2018

Lokun viđ Stamphólsveg 4

Lautafréttir / 7. nóvember 2018

Lestrarátaki Lautar lokiđ

Fréttir / 1. nóvember 2018

Atvinna - Upplýsinga og markađsfulltrúi

Fréttir / 6. nóvember 2018

Opinn fundur í Framsóknarhúsinu

Fréttir / 8. nóvember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 2. nóvember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 31. október 2018

Leikjaskrá körfunnar er komin út

Íţróttafréttir / 30. október 2018

Sjávarréttahlađborđ sunddeildarinnar á föstudaginn

Grunnskólafréttir / 30. október 2018

Fćrđi skólanum steina ađ gjöf

Íţróttafréttir / 29. október 2018

Tiegbe Bamba til liđs viđ Grindavík

Nýjustu fréttir 11

A - Gjörningahátíđ / Performance Festival

 • Fréttir
 • 13. nóvember 2018

Gestafundur kvenfélags Grindavíkur

 • Fréttir
 • 10. nóvember 2018

Jólabakstur og jólaforeldrakaffi í Lautinni

 • Lautafréttir
 • 9. nóvember 2018

Sigurđur Ólafsson ráđinn sviđsstjóri

 • Fréttir
 • 7. nóvember 2018

Lokun viđ Stamphólsveg 4

 • Fréttir
 • 5. nóvember 2018

Barnaheill bođa símalausan sunnudag

 • Grunnskólafréttir
 • 2. nóvember 2018

Ţetta vilja börnin sjá 2018

 • Bókasafnsfréttir
 • 2. nóvember 2018