Viđtal Fjölmiđlaklúbbsins viđ tónleikahaldarann Alexander Birgi

  • Fjölmiđlaklúbbur
  • 02.12.2014
Viđtal Fjölmiđlaklúbbsins viđ tónleikahaldarann Alexander Birgi

Alexander Birgir Björnsson, nemandi í 8.bekk, stóð yfir tónleikunum ,,Ég og fleiri frægir" mánudaginn 24. nóvember. Alexander segir að hugmyndin hafi kviknað í skólanum í fyrra og fékk hann Pétur Örn Guðmundsson frænda sinn með sér í lið og hjálpaði hann til við að fá tónlistarmennina til að koma. ,,Ég hlakkaði til að sjá alla en mest hlakkaði ég til að sjá Magna Ásgeirs," segir Alexander.

,,Ég hef mikinn áhuga á tónlist, uppáhaldslögin mín eru kærleikslög; Lífið er yndislegt er uppáhaldslagið mitt" og bætir við: ,,Ég hef einnig gríðarlegan áhuga á Eurovision og er ég mesti Eurovision-snillingur í Grindavík!"
Alexander hefur mikinn áhuga á íþróttum og ættu flestir Grindvíkingar að hafa séð hann á leikjum að hvetja aðra og spila sjálfur og hyggst Alexander halda áfram að æfa körfubolta í framtíðinni. ,,Ég er bestur í körfubolta, ég ætla í háskóla í Bandaríkjunum og að reyna að komast í NBA," segir Alexander ákveðinn.

Um 350 manns komu á tónleikana og var troðið út að dyrum í Grindavíkurkirkju. Alexander var að safna fyrir Einhverfusamtökin og Birtu, samtök foreldra sem hafa misst börn sín skyndilega. Margir frægir komu fram, t.d. Pétur Örn, Matti Matt, Eyþór Ingi, Jógvan Hansen, Magni Ásgeirs og einnig Óskar, 18 ára einhverfur drengur, sem stóð sig frábærlega að mati áhorfenda.

Tónleikarnir heppnuðust frábærlega og gestir voru alls ekki sviknir því um magnaðan tónleikaviðburð var að ræða. Flestir eru eflaust sammála um það að Alexander Birgir á framtíðina fyrir sér í tónleikaskipulagi, ef að körfuboltinn skyldi klikka.

Elín Björg og Ólöf Rún
Fjölmiðlaklúbburinn

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. ágúst 2018

Atvinna - Matráđur í Miđgarđi

Bókasafnsfréttir / 9. ágúst 2018

Sumarlestur bókasafnsins endar brátt

Fréttir / 4. ágúst 2018

Sundlaugin opin á mánudaginn

Bókasafnsfréttir / 2. ágúst 2018

Bókasafniđ lokađ á morgun

Fréttir / 30. júlí 2018

Frćđsluganga viđ Ţorbjörn á morgun

Íţróttafréttir / 25. júlí 2018

Grindavík tapađi 0-2 heima gegn Blikum

Íţróttafréttir / 24. júlí 2018

Ađalfundur Pílufélags Grindavíkur verđur 31. júlí

Fréttir / 23. júlí 2018

Matseđill vikunnar í Víđihlíđ

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Nýjustu fréttir 11

Atvinna - Stuđningsfulltrúi

  • Grunnskólafréttir
  • 11. ágúst 2018

Atvinna - Starfsfólk í Heimaţjónustu

  • Fréttir
  • 9. ágúst 2018

Opiđ Sviđ í 37. sinn í Grindavík

  • Fréttir
  • 30. júlí 2018

Sophie O'Rourke í Grindavík

  • Íţróttafréttir
  • 25. júlí 2018