Fórnfýsi björgunarsveitarinnar Ţorbjarnar á sér lítil takmörk

  • Fréttir
  • 2. desember 2014

Í óveðrinu sem gekk yfir landið á sunnudaginn eyddu flestir tíma sínum innan dyra í hlýjunni og skjóli fyrir veðrinu. En meðan flest okkar biðum veðrið af okkur í rólegheitum stóð björgunarsveitin okkar í ströngu við að bjarga verðmætum okkar bæjarbúa. Félagar í björgunarsveitinni Þorbirni stóðu í ströngu nánast allan sunnudaginn og kunnum við að þeim að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir þeirra óeigingjarna sjálfboðastarf.

Til þess að setja umfang verkefnsins í samhengi setti björgunarsveitin þennan pistil sem birtist á Facebook síðu sveitarinnar og við endurbirtum hér með þeirra góðfúslega leyfi:

,,Það var uppúr miðnætti í gær þegar þreyttir björgunarsveitarmenn í Grindavík fóru að týnast heim á leið eftir langan og erfiðan dag. Björgunarsveitin Þorbjörn starfaði samfleytt í rúmar 12 klst við óveðursaðstoð að einhverju tagi í gær og skiptu verkefnin mörgum tugum. Svona til þess að fólk átti sig betur á ýmsum tölulegum upplýsingum í ekki stærra sveitarfélagi en Grindavík ákváðum við að skella þeim bara hér inn:
Alls mættu 22 félagar á útkallskrá sveitarinnar í útkallið.
Sveitin leysti 34 verkefni, stór og smá.
Þegar verst lét fengum við aðstoð frá Slökkviliði Grindavíkur en þar mættu 13 einstaklingar til viðbótar ásamt tækjabúnaði.
Sveitin nýtti 2 björgunarsveitarbíla, kerru, 2 einkabíla, kranabíl og skotbómulyftara svo eitthvað sé nefnt ásamt tugum kílóa af timbri, nöglum, spottum og tógum.

Samtals lagði sveitin um 240 vinnustundir í óveðrið sem gekk yfir í gær. Vindhraði í hviðum mældist mest 38 m/s um kvöldmatarleytið í gær samkvæmt mæli hjá Grindavíkurhöfn.
Verkefnin voru fjölbreytt, oftast þurfi að negla niður áfellur eða þakplötur, þá brotnuðu rúður í tveimur húsum og bátur slitnaði frá bryggju. Í myndbandinu sem fylgir sést hversu gríðarlega mikill öldugangur var innan hafnar í Grindavík í gærkvöldi, svo mikill að menn þurftu hreinlega að skríða eftir bryggjunni. Vel gekk að koma böndum á bátinn sem barðist í fjöruborðinu og með öflugum tækjum sveitarinnar í liði með skotbómulyftara tókst að draga bátinn aftur að bryggju.

Það er óhætt að segja það að bæjarbúar hafi verið til fyrirmyndar því lítið sem ekkert var um að lausamunir væru að fjúka og því nokkuð ljóst að fólk hér í bæ fylgist fólk vel með :)

Það verður að fylgja þessum pistli að enginn slys urðu á fólki og minniháttar eignartjón varð, því fögnum við björgunarsveitarmenn og vonum að þetta verði síðasta lægðin á þessu ári. Að auki viljum við koma á framfæri þakklæti til Slökkviliðs Grindavíkur fyrir aðstoðina, þeim félagsmönnum sem lánuðu bíla sína og verkfæri og svo til þeirra HH Smíða feðga allra fyrir að lána okkur kranabíl og skotbómulyftara."

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!