Ćvar Ţór Benediktsson heimsćkir Grunnskólann á morgun, föstudag

  • Fréttir
  • 27. nóvember 2014

Rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson, einnig stundum þekktur sem Ævar vísindamaður (og jafnvel Lilli klifurmús ) mun mæta í Grunnskóla Grindavíkur á morgun föstudag og lesa uppúr nýjustu bók sinni ,,Þín eigin þjóðsaga" og um leið minna á Lestrarátak Ævars Vísindamanns . Ævar verður klukkan 11:20 í Grunnskólanum við Ásabraut og klukkan 12 í Hópsskóla.

Nýjasta bók Ævars, Þín eigin þjóðsaga, hefur notið mikilla vinsælda og er um þessar mundir best selda barnabók landsins og fjórða mest selda bókin heilt yfir. Á heimasíðu Forlagsins segir um bókina:

,,Hefurðu heyrt um íslensku þjóðsögurnar? Þær eru fullar af skessum og skrímslum, álfum og uppvakningum, jólasveinum og draugum. En hvað myndir þú gera ef þú hittir þessar verur?

Þín eigin þjóðsaga er öðruvísi en allar aðrar bækur - hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er heimur íslensku þjóðsagnanna og hætturnar leynast við hvert fótmál. Þú getur rekist á Djáknann áMyrká, séð stórhættulegar íslenskar hafmeyjur, glímt við sjálfan Lagarfljótsorminn og bjargað Karlssyni og Búkollu frá hræðilegustu tröllum sem sést hafa hér á landi!

• Yfir fimmtíu ólíkir endar.
• Sögulok spanna allt frá eilífri hamingju til skyndilegs bana.
• Óþrjótandi skemmtun fyrir krakka frá 9 ára aldri.

Ævar Þór Benediktsson hefur aflað sér vinsælda með skemmtilegum þáttum í sjónvarpi og útvarpi og bókum fyrir börn. Hér fléttar hann saman fjölmörgum þjóðsögum og þjóðsagnapersónum í einn stóran sagnaheim sem á engan sinn líka."

Heimasíða Ævars


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir