Fundur 1366

  • Bćjarráđ
  • 19. nóvember 2014

1366. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 18. nóvember 2014 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm aðalmaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1112044 - Tillaga um stefnumótun á þjónustusvæði Suðurnesja um málefni fatlaðs fólks.
Bréf frá stjórn SSS dags. 17. nóvember lagt fram, þar sem stjórn gerir grein fyrir því að samningur um þjónustusvæði Suðurnesja um málefni fatlaðra renni út um áramót og að ljóst sé að ekki muni nást samkomulag milli sveitarfélaganna fimm um stofnun byggðasamlags um málefnið. Stjórnin vísar því verkefninu til sveitarfélaganna og felur þeim að leita leiða til að halda utanum rekstur málaflokksins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við sviðsstjóra félags-og fræðsluþjónustu.

2. 1410036 - Skipulag á bæjarskrifstofum Víkurbrautar 62
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti markmið, forsendur og drög að teikningum fyrir breytingar á húsnæði bæjarskrifstofa við Víkurbraut 62. Húsnæði skrifstofunnar stækkaði um rúma 120 m2 við sameiningu almennings-og skólabókasafns í Iðunni.

Markmið breytinganna eru:
Að bæta aðgengi að þjónustunni
Að aðgengi fyrir hreyfihamlaða sé þannig að sómi sé að
Að fjölga skrifstofum og fundarherbergjum
Að gera aðgengi að fundum bæjarstjórnar betra og tryggja betur öryggi
Að bæta geymslu skjala
Að bæta vinnuaðstöðu fyrir þjónustufulltrúa og geymslu fyrir afgreiðslu
Að gera viðunandi kaffiaðstöðu fyrir starfsfólk

Bæjarstjóra falið að leggja fram tillögu að áfangaskiptingu framkvæmda.

3. 1409001 - Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvar 2015

Með vísan til 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að álagningarhlutfall útsvars á árinu 2015 verði 13,99% eins og á árinu 2014.

Grindavíkurbær verður þannig áfram í hópi þeirra sveitarfélaga sem leggja á hvað lægst útsvar.

4. 1411019 - Álagningarreglur fasteignagjalda 2015
Með vísan til 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að álagningarreglur fasteignagjald fyrir árið 2015 verði eftirfarandi:

1. Fasteignaskattur
1.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,36% af fasteignamati húss og lóðar
1.2. Opinberar byggingar (b-liður) 1,32% af fasteignamati húss og lóðar
1.3. Annað húsnæði (c-liður) 1,65% af fasteignamati húss og lóðar

2. Holræsagjald
2.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,10% af fasteignamati húss og lóðar
2.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar
2.2. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar

3. Vatnsgjald
3.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,10% af fasteignamati húss og lóðar
3.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar
3.3. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar
3.4. Aukavatnsgjald 17 kr/m3 vatns

4. Sorphreinsunargjald/Tunnuleiga
4.1. Íbúðarhúsnæði 14.225 kr. tunnu pr. ár

5. Sorpeyðingargjald
5.1. Íbúðarhúsnæði 23.210 kr. tunnu pr. ár

6. Lóðarleiga
6.1. Íbúðahúsalóðir 1,10% af fasteignamati lóðar
6.2. Lóðir v. opinberra bygginga 2,00% af fasteignamati lóðar
6.3. Lóðir v. annað húsnæði 1,60% af fasteignamati lóðar

7. Rotþróargjald
7.1. Rotþróargjald 15.000 kr. pr. rotþró pr. ár

5. 1411020 - Tekjuviðmið 2015 vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignaskatti og fráveitugjaldi
Með vísan til 3. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og 5. gr. reglna Grindavíkurbæjar um afslátt á fasteignagjöldum tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að tekjuviðmið ársins 2015 hækki um 5% frá árinu 2014.

6. 1002021 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja.
Framhald frá síðasta fundi.
Formaður bæjarráðs óskar eftir tilnefningum í nefnd sem skuli gera breytingar á fyrirliggjandi tillögu um uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Í nefndinni verða sex fulltrúar.

Tilnefndir af meirihluta bæjarstjórnar eru:
Jón Emil Halldórsson (D)
Atli Geir Júlíusson (D)
Þórir Sigfússon (G)

Tilnefndir af minnihluta bæjarstjórnar eru:
Magnús Andri Hjaltason (S)
Gunnlaugur Jón Hreinsson (B)

Einn áheyrnarfulltrúi verður tilnefndur af stjórn UMFG næstkomandi mánudag.

Bæjarráð skipar Jón Emil Halldórsson formann nefndarinnar.

Með nefndinni starfa sviðsstjóri frístunda- og menningarsvið sem verður verkefnisstjóri, forstöðumaður íþróttamannvirkja og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að boða til fyrsta fundar.

7. 1407034 - Sala á Víkurbraut 34, gamli tónlistarskólinn
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir því að Víkurbraut 34 var auglýst til sölu þann 7. nóvember síðastliðinn, í samræmi við reglur um sölu íbúða Grindavíkurbæjar.

Eitt tilboð hefur borist í eignina.

Bæjarráð felur sviðsstjóra að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

8. 1411029 - Skólastjórar tónlistarskóla á Suðurnesjum senda bæjarstjórnum áskorun vegna verkfalls
Áskorun frá skólastjórum tónlistarskóla á Suðurnesjum vegna verkfalls Félags tónlistarkennara lögð fram. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Grindavíkurbær hefur framselt samningsumboð sitt til Sambands íslenskra sveitarfélaga og hefur því ekki beina aðkomu að samningsgerðinni, kjaraviðræðurnar fara fram milli samninganefnda aðila hjá ríkissáttasemjara.

9. 1411018 - Styrkbeiðni, Golfklúbbur Grindavíkur óskar eftir styrk til malbikunar bílastæðis
Beiðni Golfklúbbs Grindavíkur um styrk til frágangs og malbikunar bílastæða tekin fyrir að nýju.

Bæjarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar.

10. 1410028 - Umsókn um styrk á grundvelli Reglna um styrkveitingar Grindavíkurbæjar til uppbyggingar gamalla húsa í Grindavík.
Framhald frá fundi 1363.
Guðmundur Grétar Karlsson sækir um styrk á grundvelli Reglna um styrkveitingar Grindavíkurbæjar til uppbyggingar gamalla húsa í Grindavík, til endurbóta á Garðhúsi í Grindavík.

Umsögn frístunda- og menningarnefndar lögð fram.

Bæjarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar 2015 og leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur til verkefnisins að fjárhæð 2,1 milljón krónur, sem er í samræmi við fyrri úthlutun úr sjóðnum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135