Fundur 47

  • Skipulags- og umhverfisnefnd
  • 19. nóvember 2014

null

47. fundur Skipulags- og umhverfisnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 17. nóvember 2014 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Jón Emil Halldórsson aðalmaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.


Dagskrá:

1. 1202010 - Fundargerðir Ungmennaráðs

Erindi frá ungmennaráði Grindavíkur. Í erindinu er óskað eftir því að reitur merktur B1 í drögum að deiliskipulagi miðbæjar Grindavíkur verði skilgreindur sem ungmennagarður.

Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki orðið við beiðni ungmennaráðs og telur að slíkur garður ætti að rúmast innan skilgreindra opinna svæða í aðalskipulagi Grindavíkur eða innan lóðarmarka Grunnskóla eða íþróttasvæðis utan byggingarreita en ekki þar sem fyrirhugaðir eru byggingarreitir í miðbæ Grindavíkur. Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að ræða við ungmennaráð um mögulegar staðsetningar.

2. 1303028 - Deiliskipulag miðbæjar - Ránargata og Hafnargata

Eva Dís frá Eflu verkfræðistofu kom inn á fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til hafnarstjórnar.

3. 1409105 - Hraðahindrun við gatnamót Dalbrautar og Víkurbrautar

Undirskriftalisti íbúa við Dalbraut og Laut lagður fram, þar sem farið er fram á að hraðahindrun við gatnamót Víkurbrautar og Dalbrautar verði fjarlægð. Erindið er rökstutt með því að við götuna séu tvær aðrar hraðahindranir og því vandséð að þörf sé fyrir þá sem er við gatnamótin. Aftur á móti valdi hún óþægindum fyrir ökumenn og auki slit bifreiða.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir ofangreint og samþykkir erindið. Sviðsstjóra er falið að láta fjarlægja hraðahindrunina og athuga með að lækka hámarkshraða niður í 30 km/klst.

4. 1410069 - Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

Tekin fyrir samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa Grindavíkur.
Málinu frestað.

5. 1410068 - Samþykkt um embættisafgreiðslur byggingafulltrúa

Tekin fyrir samþykkt um embættisafreiðslur byggingarfulltrúa Grindavíkur.
Málinu frestað.

6. 1410071 - Ósk um stækkun byggingarreitar við reiðhöll.

Erindi frá hestamannafélaginu Brimfaxa kt. 530410-2260. Í erindinu er óskað eftir því að byggingareitur við reiðhöll verði stækkaður um 10 m. til vesturs.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7. 1406056 - Deiliskipulag Víðihlíð og nágrenni

Málinu frestað

8. 1406032 - Deiliskipulag, lokahús vegna affallslagnar frá Svartsengi til sjávar.

Deiliskipulagið hefur hlotið afgreiðslu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 106/2005 um umhverfismat áætlana. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands. Aðilar gerðu ekki athugasemd við deiliskipulagið. Minjastofnun benti á að fornminjar væru ekki merktar inn á deiliskipulagsuppdrátt. Í kjölfarið voru fornleifar merktar inn á uppdrátt. Engar fornleifar eru innan byggingarreits lokahúss, en fallin varða er í vegstæðinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagið, og það verði sent til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga.

9. 1410075 - Fyrirspurn um Bakkalág 20.

Erindi frá Stakkavík ehf. kt. 480388-1519. Í erindinu er óskað eftir lóð við Bakkalág 20 undir hafsækna starfsemi.
Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðin er í umráði HH. Smíði ehf.

10. 1411022 - Umsókn um byggingarleyfi stækkun á Northern Light Inn

Erindi frá Northern Light Hold Ísl ehf. kt. 440895-2209. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir stækkun á eldhúsi og inngangi. Erindinu fylgja byggingarnefndateikningar dagsettar 20.10. 2014 unnar af Luigi Bartolozzi arkitekt kt. 130659-2099.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

11. 1411032 - Umsókn um byggingarleyfi. Salttankur við Hafnargötu 20-22

Jón Emil vék af fundi undir þessum lið. Erindi frá Þorbirni hf. kt. 420369-0429. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir salttank og aðkeyrslu við Hafnargötu 22. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu Gunnars Indriðasonar kt. 081049-2279.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

12. 1209054 - Endurnýjun gatnalýsingar í Grindavík

Rýnt var í hraðagögn, sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

13. 1411033 - Gámasvæði aðstaða og umhirða.

Málinu vísað í fjárhagsáætlunargerð.

14. 1405085 - Umferðaröryggisáætlun 2014-2017

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að allur Suðurstrandavegur verði þjónustaður meira hvað varðar snjómokstur. Einnig þarf að huga að lýsingu á göngustígum að Hópsskóla. Að öðru leiti gerir nefndin ekki athugasemdir.Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15.

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 16. janúar 2019

Fundur 1504

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2019

Fundur 79.

Bćjarráđ / 9. janúar 2019

Fundur 1503

Frćđslunefnd / 6. desember 2018

Fundur 82

Frćđslunefnd / 7. nóvember 2018

Fundur 81

Bćjarstjórn / 18. desember 2018

Fundur 491

Skipulagsnefnd / 10. desember 2018

Fundur 49

Skipulagsnefnd / 3. desember 2018

Fundur 48

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2018

Fundur 78.

Bćjarráđ / 11. desember 2018

Fundur 1502

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75