Yfirburđasigur Grindavíkinga á Miđnćturmóti unglingadeilda SL

  • Fréttir
  • 18. nóvember 2014

Það er heldur betur gróska í unglingastarfi björgunarsveitarinnar Þorbjarnar en unglingadeildin Hafbjörg kom sá og sigraði Miðnæturmót unglingadeilda nú um helgina, annað árið í röð. Grindvískir keppendur tóku allir þátt í öllum greinum og unnu jafnframt flestar greinar. Þar á meðal unnum kassabílarallý, eggjahlaup, spretthlaup, hjólböruboðhlaup, minute to win it, förðunarkeppni og klappstýrukeppni ásamt körfubolta og fótbolta.

Eftirfarandi frétt birtist á Landsbjörg.is:

,,Um helgina fór fram miðnæturíþróttamót Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Vatnaskógi. Mótið var haldið í fjórða skiptið og hefur skipulagning mótsins verið algjörlega í höndum Björgunarfélags Akraness. Rúmlega 270 manns mættu til leiks frá 13 unglingadeildum þar sem keppt var í hinum ýmsum íþróttagreinum. Mótið hófst á föstudagskvöldi og voru keppnisgreinarnar tæplega 40 talsins og stóðu leikar til rúmlega 04:00 aðfararnótt laugardagsins. Eftir nokkuð stuttan svefn og frábæra pizzuveislu að hætti matskálans í Vatnaskógi voru úrslitin kynnt og var það unglingadeildin Hafbjörg frá Grindavík sem sigraði annað árið í röð. Í öðru sæti, aðeins hársbreidd frá fyrsta sætinu var unglingadeildin Árný í Reykjavík og unglingadeildin Hafstjarnan hreppti þriðja sætið en það var jafnframt sú unglingadeild sem kom lengst að á mótið.
Miðnæturíþróttamótið er orðin fastur viðburður í dagskrá unglingadeilda hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og jafnframt orðinn einn sá fjölmennasti."

Myndina tók Otti Rafn Sigmarsson, yfirumsjónarmaður unglingadeildarinnar Hafbjargar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir