Fundur 1365

  • Bćjarráđ
  • 17. nóvember 2014

1365. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 11. nóvember 2014 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm aðalmaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1002021 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti mismunandi valkosti við byggingu aðstöðu fyrir bardagaíþróttir og búningsklefa, ásamt kostnaðarmati.

Formaður bæjarráðs lagði fram tillögu um að skipuð verði nefnd sem skuli gera breytingar á fyrirliggjandi tillögu um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Í tillögunni verði gert ráð fyrir að í forgangi verði að gera aðstöðu fyrir bardagaíþróttir, búningsklefa og aðra nauðsynlega aðstöðu. Auk þess að unnin verði drög að frumhönnun fyrir nýtt íþróttahús í samræmi við málefnasamning D- og G-lista. Að öðru leyti verði fyrirliggjandi tillaga óbreytt.

Lagt er til að í nefndinni verði sex fulltrúar.
Þrír tilnefndir af meirihluta bæjarstjórnar
Tveir tilnefndir af minnihluta bæjarstjórnar
Einn áheyrnarfulltrúi tilnefndur af stjórn UMFG

Með nefndinni starfi sviðsstjóri frístunda- og menningarsvið, forstöðumaður íþróttamannvirkja og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Kjörnir fulltrúar fái greitt fyrir hvern fund í samræmi við nefndalaun Grindavíkurbæjar. Heildarfjárheimild nefndarinnar verði 2,5 milljónir kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða og munu tilnefningar fara fram á næsta fundi.

2. 1410035 - Rekstur Leikskólans Lautar
Fræðslunefnd leggur til að sveitarfélagið kanni grundvöll þess að semja við einkaðila um rekstur Leikskólans Lautar. Nefndin leggur til að sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs verði falið að boða starfsfólk og foreldra í Leikskólanum Laut til kynningarfundar eins fljótt og kostur er. Í kjölfarið verði lögð fyrir viðhorfskönnun starfsfólks og foreldra sem höfð verður til hliðsjónar varðandi framhald málsins.

Nefndin leggur áherslu á að eingöngu er um upplýsingaöflun að ræða til þess að taka ákvörðun á síðari stigum um það hvort Grindavíkurbær haldi áfram rekstri Leikskólans Lautar eða semji við einkaaðila um rekstur skólans.

Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða.

3. 1402106 - Lóðarleigusamningur á iðnaðarsvæði i5
Bæjarstjóri lagði fram tillögu að úrlausn málsins. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

4. 1411004 - Lóðarleigusamningar landeigendafélags Járngerðarstaða- og Hópstorfu
Lóðarleigusamningar landeigendafélags Járngerðarstaða- og Hópstorfu við Bláa Lónið og tengd félög lagðir fram til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir samningana fyrir sitt leyti.

5. 1411007 - Beiðni um nýtt stöðugildi í Grunnskóla Grindavíkur
Beiðni skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur um tímabundna ráðningu í starf verkefnisstjóra lögð fram.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar fjármögnun til fjárhagsáætlunar 2015.

6. 1411008 - Beiðni um aukið stöðugildi í íþróttamiðstöð
Beiðni forstöðumanns íþróttamiðstöðvar Grindavíkur um ráðningu í nýtt stöðugildi lögð fram.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar fjármögnun til fjárhagsáætlunar 2015.

7. 1410051 - Ósk um niðurfellingu á leigu vegna lokahófs Knattspyrnudeildar 2014
Knattspyrnudeild UMFG óskar niðurfellingu á leigu vegna lokahófs knattspyrnudeildar 2014.

Formaður bæjarráðs leggur til að beiðni knattspyrnudeildar verði samþykkt.
Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

Forseti bæjarstjórnar leggur til að fylgt verði fordæmi síðustu ára um 50% afslátt af leigu.
Tillagan er samþykkt tveimur atkvæðum. Einn situr hjá.

Bæjarráð felur frístunda- og menningarnefnd að koma með tillögu að stuðningi Grindavíkurbæjar við deildir UMFG vegna afnota af íþróttahúsinu vegna viðburða.

8. 1211046 - Tjaldsvæði - útboðsgögn
Bæjarstjóri leggur til að Grindavíkurbær bjóði út að nýju rekstur tjaldsvæðisins. Í lok árs var auglýst 2012 var reksturinn boðinn út og barst eitt tilboð, sem var hafnað.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa útboðsgögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

9. 1411003 - Rafrænir reikningar, móttaka og sending
Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs leggur fram tilkynningu frá Fjársýslunni til birgja ríkisstofnana vegna rafrænna reikninga. Tilkynningin hefur í för með sér að gera þarf breytingar á bókhaldskerfi bæjarins. Áætlaður kostnaður við þær breytingar er um 675.000 kr.

Bæjarráð felur sviðsstjóra að gera nauðsynlegar breytingar og leggur til við bæjarstjórn að fjárheimild til kaupa hugbúnaði bæjarskrifstofu verði hækkuð um 675.000 kr. á árinu 2015.

10. 1411010 - Ósk um greiðslu styrks frá 2013
Slysavarnardeildin Þórkatla óskar eftir að fá greiddan styrk frá árinu 2013 sem ekki var vitjað á þeim tíma.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

11. 1411001 - Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnanna á Suðurnesjum 2015
Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnanna á Suðurnesjum 2015 lagðar fram.

Heildarframlög Grindavíkurbæjar til verkefnanna eru áætluð 47.441.000 kr. á árinu 2015.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs að gera ráð fyrir þeim útgjöldum í fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2015.

12. 1410074 - Ágóðahlutagreiðsla 2014.
Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands tilkynnir að hlutdeild Grindavíkurbæjar í Sameignarsjóði EBÍ sé 2,305% og að ágóðahlutagreiðsla ársins sé 1.152.500 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014 að fjárhæð 1.152.500 kr. sem komi til hækkunar á handbæru fé.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:05.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135