Síđasti sjens á Bryggjunni

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2014

Blúshljómsveitin Síðasti sjens ætlar að halda tónleika á Bryggjan Kaffihús í Grindavík föstudagskvöldið 14. nóv. kl. 21:00. Í tilkynningu segir: „Hljómsveitin hefur spilað á Bryggjunni nokkrum sinnum áður og er óhætt að segja að tilhlökkunin sé mikil hjá þeim félögum því stemmningin í húsinu hefur alltaf verið rúmlega góð og ekki skemmir fyrir hvað súpan þeirra er æðisleg.

Þar sem bassaleikari hljómsveitarinnar er í námsleyfi í Svíþjóð höfum við fengið engan annan en Stuðkomapníis stuðpinnan Jón Kjartan Ingolfsson til liðs með okkur, hann ætlar að plokka bassann af sinni alkunnu snilld.

Endilega kíkið við á Bryggjuna og fáið ykkur súpu og bjór á meðan þið hlustið á ljúfan blús.

Tónleikarnir hefjast kl 21:00

Sveitina skipa: 
Jens Einarsson, gítar, slide og söngur
Friðrik Jónsson, gítar
Oddur Finnbogi Sigurbjörnsson, trommur 
Jón Kjartan Inolfsson, bassi"


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!