Grindvískir línubátar mokfiskuđu í október

  • Fréttir
  • 10. nóvember 2014

Á dögunum greindi Morgunblaðið frá því að grindvískir bátar væru þeir aflahæstu á Austurlandi. Ekkert lát hefur verið á góðu fiskiríi línubáta Vísis og Þorbjarnar en kvótinn.is greindi frá því í síðustu viku að af 10 aflahæstu línubátum landsins eru 8 þeirra frá Grindavík. Þó svo að aflinn komi ekki allur á land hér í heimahöfn kemur hann allur hingað til vinnslu og virðisauka.

Frétt Kvótans um málið:

,,Línubátar Vísis hf. í Grindavík hafa mokfiskað að undanförnu. Bátarnir eru fimm og í október lönduðu þeir samtals 2.461 tonni, ýmist í 5 eða 6 róðrum. Aflahæstur þeirra var Fjölnir með 531,2 tonn í 6 róðrum. Mest var hann með tæp 93 tonn í róðri. Fjölnir er jafnframt aflahæsti línubáturinn í október.

Þetta kemur fram á lista aflafrétta yfir afla línubáta í október á slóðinni http://aflafrettir.is/frettir/grein/linubatar-i-oktober/92

Jóhanna Gísladóttir var með 515,4 tonn í október og Kristín 502,2, báðir bátarnir í 6 róðrum. Þá var Sighvatur með 460,1 tonn og Páll Jónsson 451,3 tonn, báðir í 5 róðrum. Bátarnir landa nánast eingöngu fyrir austan og norðan eða á Dalvík, Skagaströnd og Djúpavogi. Aðeins ein löndun í október er í heimahöfn í Grindavík. Aflanum er því ekið suður til vinnslu í Grindavík.

Þegar litið er nánar á listann hjá aflafréttum er Fjölnir, eins og áður sagði, efstur á honum. Næsti bátur er Anna EA með 517,9 tonn í 5 róðrum. Mesti afli í einum róðri hjá Önnu er 124,9 tonn. Þá kemur Tjaldur SH með 516,1 tonn í 6 róðrum og mest 95,5 tonn i róðri. Jóhanna Gísladóttir er í fjórða sætinu en mest var hún með 114,4 tonn í róðri. Kristín er i fimmta sætinu, Sighvatur í því sjötta og Páll Jónsson í því sjöunda.

Þrír næstu bátar eru svo „Þorbirningarnir" Sturla með 426,5, Valdimar með 406,5 og Ágúst með 399,9 tonn. Það sama á við þessa Grindavíkurbáta og þann fjórða Tómas Þorvaldsson að þeir landa afla sínum að mestu leyti á Djúpavogi. Af tíu aflahæstu línubátunum eiga Grindavíkurfyrirtækin Vísir og Þorbjörn því 8."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir