Herrakvöld körfunnar verđur ţann 7. nóvember

  • Fréttir
  • 30. október 2014

Hið árlega og stórglæsilega herrakvöld körfunnar verður haldið föstudagskvöldið 7. nóvember, svo það er um að gera að taka kvöldið frá og tryggja sér miða sem allra fyrst. Miðasala er að detta í gang og fer fram víða en þó helst í Olís, sem er einmitt vinur við vegin.

Herlegheitin verða haldin á Sjómannastofunni Vör og sennilega ekki nema 100 miðar í boði á þennan stórkostlega viðburð. Vernharð Þorleifsson (Venni Páer) verður veislustjóri og ræðumaður verður enginn annar en „jafnhataðasti" Keflvíkingurinn í körfunni, Sigurður Ingimundarson, og mun hann fara yfir rimmurnar sem hann átti við okkur Grindjánana ásamt því að monta sig yfir því að hafa búið hér í Grindavík.

Hjálmar Hallgrímsson, fyrrverandi körfuknattleiksmaður, fyrrverandi knattspyrnumaður, núverandi lögreglumaður án hríðskotabyssu og núverandi politíkus (sem einmitt átti nokkrar rimmurnar við Sigga) stígur á stokk til þess að segja okkur frá sínum rimmum við Keflvíkingana og ýmsu fleira.

Hápunkturinn er svo þegar að matarveislan verður boðin upp en Einhamar hreppti hnossið síðast og segir sagan að Stebbi ætli sér hana aftur. Að sjálfsögðu geta menn bundist bandalagi við að næla sér í þessa mögnuðu veislu sem er allt í senn, rannsóknarför um heima matarins sem og menningarupplifun með keppnisívafi.

Magnað kvöld í uppsiglingu og betra fyrir alla aðila að taka kvöldið frá og gera sig klára. Miðaverði stillt í einstakt hóf eða litlar 4.000 kr en það telst víst ekki mikið fyrir svona skemmtidagskrá, hreindýrabollur og saltfiskrétt að hætti Gauta.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun