Vinnusamur Vinnuskóli

  • Fréttir
  • 30. október 2014

Líkt og undanfarin ár var Vinnuskólinn starfræktur fyrir ungmenni sem voru að ljúka 8., 9. og 10. bekk grunnskólans auk fyrsta bekkjar framhaldsskólans. Kristján Bjarnason umsjónarmaður grænna og opinna svæða var verkstjóri Vinnuskólans í sumar og Kristín Karlsdóttir aðstoðarverkstjóri.

Nokkrar nýjungar voru í starfsemi Vinnuskólans í sumar, þá aðallega gagnvart vinnu flokksstjóranna sem unnu að ýmsum nýjum verkefnum. Þeir sáu m.a. um að skrifa inn á heimasíðuna, gerðu handbók fyrir skólann og ýmislegt fleira. Þá samþykkti bæjarstjórn tillögu Ungmennaráðs um að leggja Vinnuskólanum til meira fjármagn þannig að hægt var að auka vinnutímann hjá nemendum.

Starf Vinnuskólans gekk vel. Flokksstjórar og nemendur fóru á námskeið til að efla þau í starfi og þá var annað sumarið í röð stórskemmtilegt samstarf við Codland.
Mikið var unnið að gróðursetningu utan bæjarins en votviðrasamt var í sumar, sem varla hefur ekki farið fram hjá neinum, og setti það nokkuð strik í reikninginn, aðallega í sambandi við málningarvinnu utan dyra.
Alls voru 138 nemendur skráðir til vinnu í sumar sem er heldur meira en fyrra, ásamt 12 flokksstjórum.

Verkefni Vinnuskólans sumarið 2014:

1. Áburðargjöf:
Dreift Græði 7 á grasbletti um vorið og síðan einnig erfiða staði um sumarið, blákorni á trjábeð og sumarblóm.

2. Sláttur og hirðing:
Hlýtt og rakt veður leiddi til mikillar grassprettu. Husquarna sláttutraktor bilaði oft og tafði það fyrir, sérstaklega í júní. Sláttur er eins og gefur að skilja erfiður í vætu. Einn pallbíll var bilaður í u.þb. þrjár vikur og tafði það líka slátt. Náðist að slá garða og opin svæði bæjarins í júní.
Mikill fjöldi garða var sleginn, flestir þrisvar um sumarið. Gerður samningur við Búmenn um slátt við mörg hús.

3. Gróðursetning:
Gróðursett í Hópsheiði í samvinnu við Skóg-ræktarfélagið. 4 hálfir dagar, 10-20 nemendur í hvert sinn. Einnig gróðursett lítilræði í Selskógi og nokkur tré við Krók. Þá var gróðursett utan á manir við tjaldsvæði. 
Sumarblóm voru sem fyrr keypt í Glitbrá í Sandgerði, en u.þ.b. 30% minna en 2013.

4. Umhirða sumarblóma og trjáa:
Trjáklipping að vori og áburðargjöf. Einnig voru trjábeð hreinsuð af illgresi í byrjun sumars.
Sumarblómabeð fengu reglulega áburðargjöf og reglulega var reitt illgresi úr þeim, en ekki þurfti að vökva þetta sumarið.

5. Ruslatínsla, tæming ruslakassa og tunna:
Bílstjóri Vinnuskólans bar ábyrgð á að tæma alla ruslakassa og ruslatunnur bæjarins a.m.k. einu sinni í viku og oftar eftir þörfum. Víkurbraut skyldi yfirfara daglega. Allur bærinn var ruslatíndur að vori og einu sinni aftur á miðju sumri. Auk þessa var tínt sjáanlegt rusl á viss-um stöðum eftir ábendingar.

6. Rífa skúr á plani:
Kveikt var í þessum skúr hjá íþróttafélaginu, hann fluttur í port Þjónustumiðstöðvar og var rifinn í sundur í lok maí samkvæmt áætlun.

7. Hreinsa í Bjarnagjá og Vatnskarðsnámu:
Ekki gafst færi á að fara í þessa hreinsunarvinnu vegna anna innanbæjar.

8. Hreinsa gámasvæði, geymslusvæði og tipp:
Sama.

9. Fjarlægja lúpínu nálægt Gunnuhver:
Ekki slegin lúpína við Gunnuhver, sláttudeild hafði í nægu að snúast innanbæjar.

10. Verkefni vegna Sjóarans síkáta:
Í maí snýst allt á einn eða annan hátt um undirbúning fyrir Sjóarann. Hreinsun, sláttur,
gróðursetning osfrv. Auk þessa unnu nokkrir flokkstjórar á vöktum um helgina við sjálfa hátíðina.

11. Hreinsun á gangstéttum:
Goggað var í gangstéttum, við kantsteina og lóðamörk, aðallega var það ofnæmishópurinn. Mest við Gerðavelli, kirkjuna og Víkurbraut.

12. Mála borð og bekki, leikvelli og leiktæki:
Tókst að mestu að skrapa og mála borð og bekki í bænum og á stofnanalóðum.
Pallur í Laut málaður. Mikil vætutíð stöðvaði frekari málningarvinnu.

13. Merkja/mála bílastæði, gangbrautir ofl.:
Ekkert af þessu málaði Vinnuskólinn.

14. Hópsheiði:
Gróðursetning og áburðardreifing í Hópsheiði í samvinnu við Skógræktarfélagið. 4 hálfir dagar, 10-20 nemendur í hvert sinn.

15. Selskógur:
Lítilsháttar gróðursetning, ruslatínsla, aðstoð við að dreifa kurli í göngustíg, sagaðar greinar: 10-20 nemendur í 3 daga. Líka að draga trjáboli úr skóginum eftir grisjun: Að jöfnu tveir flokksstjórar og 2 nemendur í 5 daga í lokin.

16. Lágafell:
HP gámar komu með 3 gáma af moltu sem dreift var austan fjallinu í samvinnu við Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, sbr formlegan samning frá því í vor milli bæjarins og GFF. Seeds sjálfboðaliðar einnig á vegum GFF. 10-20 nemendur í 2 hálfa daga.

17. Aðstoða bókasafn við flutninga:
U.þ.b. 5 sinnum í júlí og fram í ágúst. 4-10 manns.

18. Flytja húsgögn í Grunnskólanum:
U.þ.b. 10 sinnum um sumarið aðstoð þar við hina ýmsu flutninga í Hópsskóla og grunnskólanum. Áætlað fjórir í hvert sinn.

19. Gunnuhver:
Ekkert unnið vegna anna innanbæjar.

20. Röðun í porti við Þjónustumiðstöð:
Lítilsháttar fyrri hluta sumars, samtals 2 dagar, 10 manns

21. Aðstoð, rusl 10.bekkur:
Bílstjóri og 2 aðrir í 1 dag í maí.

22. Annað:
- Fyrrihluta sumars lagði Vinnuskólinn oft nemendur og einnig flokksstjóra til aðstoðar á leikjanámskeiði.
- Nokkur vinna flokkstjóra og 11. bekkjar var við undirbúning tveggja slútta, einnig var undirbúið fyrra slútt í Vogum, en svo slegið af.
- Einn flokkstjóri vann og setti reglulega fréttir úr Vinnuskólanum á heimasíðu bæjarins.
-,,Hvaðan kemur ruslið"? var verkefni sem snerist um að greina rusl á Víkurbraut í eina viku. Samantekt birtist á heimasíðunni
- Auk mikilli flutninga fyrir Grunnskólann, var einnig einhver flutningavinna fyrir Tónlistar-skólann, Þrumuna, Kvikuna og Bæjarskrifstofur, af og til allt sumarið má segja. Það voru því næg verkefni í allt sumar!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir