Nýtt hjarta íţróttaiđkunar í Grindavík

  • Fréttir
  • 29. október 2014

Framkvæmdir við viðbyggingu íþróttamannvirkja í Grindavík ganga vel. Verktaki er Grindin ehf. í Grindavík og er áætlað að mannvirkið verði tilbúið um áramót. Útisvæðið verður tekið í áföngum fram á næsta sumar. Hið nýja íþróttamannvirki er hugsað sem öflug viðbót við íþróttamannvirkin á svæðinu. 

Byggingin er í raun miðstöð eða hjarta sem tengir saman íþróttahús, sundlaug og íþrótta-svæði utanhúss. Byggingin mun örva samnýtingu og tengsl húsanna sem fyrir eru um leið og hún er mikilvæg viðbót í æskulýðs- og unglingastarfi bæjarins og aflgjafi fyrir almenna íþróttaiðkun. Íþróttamiðstöðin verður nýtt hjarta íþróttaiðkunar í Grindavík. 
Þetta er fyrsti áfangi í framtíðaruppbyggingu á íþróttasvæði Grindavíkur. Með endurskipulagningu og nýbyggingum á íþróttasvæði Grindavíkur er áætlað að bæta verulega aðstöðu til íþróttaiðkunar, keppnishalds og félagsstarfs í Grindavík. Í hönnun aðstöðunnar er tekið tillit til mismunandi þarfa ólíkra íþróttagreina, skólastarfs, starfsmanna og gesta án þess að það komi niður á fjölnota möguleikum byggingarinnar.
Nýbyggingin er um 1.730m² að stærð, á einni hæð.
Í meginhlutum er hægt að skipta byggingunni upp í tvo húshluta:
• A - Forsalur með afgreiðslu og starfsmannakjarna, búningsklefar sem þjóna íþróttasal, knattspyrnuvelli og sundlaug ásamt tengigangi að núverandi sundlaugarbyggingu.
• B - Samkomusalur með móttökueldhúsi og skrifstofur sem tengjast íþróttafélögunum og fleira.

Um leið um nýja mannvirkið verður tekið í notkun, sem hýsir m.a. nýja búningsklefa fyrir sundlaugina, verður ráðist í að hreinsa út úr gamla sundlaugarmannvirkinu og þar verður innréttaður glæsilegur líkamsræktarsalur og jafnframt verður þar aðstaða fyrir hreyfitíma. Samið hefur verið við Gymheilsu ehf. um áframhaldandi rekstur á líkamsræktarsalnum.
Áætlaður heildar kostnaður við bygginguna er um 680 milljónir króna.

Mynd: Hér sést tengigangurinn frá nýrri íþróttamiðstöð og yfir í gamla sundlaugarhúsnæðið þar sem verður glæsileg líkamsræktaraðstaða.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!