Skipulags- og matslýsing fyrir gerđ deiliskipulagstillögu fiskeldis á Stađ iđnađarsvćđi i7

  • Fréttir
  • 28. október 2014

Grindavíkurbær auglýsir: Skipulags- og matslýsing fyrir gerð deiliskipulagstillögu fiskeldis á Stað iðnaðarsvæði i7.

Sveitarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi sínum þann 30. september sl. lýsingu fyrir gerð deiliskipulags fiskeldis á Stað iðnaðarsvæði i7 skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir að á umræddum reit verði stækkun á eldisrými sem fyrir er úr 25.000 rúmmetrum í 66.000 rúmmetra með fjölgun eldiskerja og framleiðsluaukningu á bleikju úr 1.600 tonn í 3.000 tonn. Fyrirhugað er að bæta við alls 22 steyptum 2.000 m3 hringlaga kerjum í þremur áföngum. Fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunar frá 17. júlí sl. um matskyldu framkvæmdarinnar. Tillagan er háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Lýsinguna er hægt að nálgast á heimasíðu Grindavíkur hér að neðan eða á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62 á skrifstofutíma. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 12. nóvember 2014 á Grindavíkurbæ, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, eða á netfangið: armann@grindavik.is

Ármann Halldórsson,
skipulagsfulltrúi Grindavíkur.

Tillöguna má nálgast rafrænt hér


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir