Íslandsbleikja ört stćkkandi vinnustađur ? stćrsti framleiđandi bleikju í heiminum

  • Fréttir
  • 20. janúar 2009

Mikil aukning hefur veriđ í útflutningi ađ undanförnu hjá Íslandsbleikju sem Samherji rekur á Stađ í Grindavík og er svo komiđ ađ Íslandsbleikja er međ stćrri vinnustöđum í Grindavík. Í vinnslusalnum einum vinna 22,  allt starfsfólk sem búsett er í Grindavík.

Íslandsbleikja er reyndar stćrsti framleiđandi bleikju í heimi. Íslandsbleikja sérhćfir sig í framleiđslu á bleikju, allt frá hrognum og til fullunninna flaka. Afar fullkomin vinnsla er fyrir bleikjuafurđir í Grindavík. Framleiđslugeta er 3.000 tonn af bleikju í 50.000 rúmmetra eldisrými.
Ađ sögn Bergţóru Gísladóttur, vinnslustjóra hjá Íslandsbleikju, stefnir í ađ um 220-230 tonnum af bleikju verđi slátrađ í janúar.

,,Óhćtt er ađ segja ađ botnlaus vinna hafi veriđ hjá okkur í janúar og er alltaf ađ aukast. Starfsmannafjöldinn hefur aukist jafnt og ţétt síđan viđ byrjuđum fyrir einu og hálfu ári. Nú síđast bćttust tveir starfsmenn viđ í janúar og gćti fariđ svo  ađ fleira fólk yrđi ráđiđ  nćstunni. Viđ vorum áđur fyrr međ laxavinnslu á Ţórkötlustöđum en erum hćtt ţví og höfum snúiđ okkur alfariđ ađ bleikjunni međ góđum árangri. Söludeildin okkar hefur náđ frábćrum árangri og erum viđ ađ nálgast ţau markmiđ sem viđ settum okkur í framleiđslu og sölumálum," segir Bergţóra.

Bleikjan er send fersk beint í flug, ađallega til Bandaríkjanna en einnig til Evrópu. Fyrir skömmu gerđi Íslandsbleikja samning viđ stóra verslunarkeđju í Bandaríkjunum sem er međ um 270 verslanir á sínum snćrum.

Bergţóra segir ađ bleikjan sé gćđa fiskur og virkilega bragđgóđur.
 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir