Fundur 46

  • Skipulags- og umhverfisnefnd
  • 21. október 2014

null

46. fundur Skipulags- og umhverfisnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 20. október 2014 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Ólafur Már Guðmundsson varamaður.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

 

Dagskrá:

1. 1410013 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sjávarlögn frá Svartsengi til sjávar.
Erindi frá HS Orku kt.680475-0169. Ásbjörn Blöndal kom inn á fundinn og kynnti umsóknina og vék svo af fundi. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir affallslögn frá Svartsengi til sjávar. Erindinu fylgir skýrsla og teikningar unnar af VSÓ ráðgjöf frá október 2014. Fyrirhuguð lögn er alls um 4,5 km að lengd. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2010-2030. Grindavíkurbær gerði sérstaka breytingu á aðalskipulaginu vegna fyrirhugaðrar sjávarlagnar. Breytingin var staðfest af Skipulagsstofnun 24.7.2013. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 23.11.2012 og er fráveitulögn fyrir affallsvatn frá niðurdælingarsvæði við orkuverið í Svartsengi til sjávar ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og er því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir athugasemdir við belti fyrir uppgrafið efni meðfram fyrirhugaðri lögn en samþykkir veitingu leyfisins með fyrirvara um að beltið verði fjarlægt og raski verði haldið í lágmarki.

2. 1409124 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, förgunarhola SVAN 7 í Svartsengi
Erindi frá frá HS Orku kt. 680475-0169. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir niðurdælingarholu SVAN-7 í Svartsengi. Fyrirhuguð hola er á röskuðu svæði við norðurenda Bláa lónsins. Erindinu fylgir loftmynd. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu leyfisins.

3. 1410040 - Tímabundin upptippun við grjótnámuna við Nesveg.
Erindi frá frá HS Orku kt. 680475-0169. Í erindinu er óskað eftir tímabundnu leyfi til þess að geyma 10.000 m3 af efni við grjótnámuna við Nesveg. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið með þeim skilyrðum að verktaki leggi til tryggingu upp á 1.000.000 kr. og frágangur verði í samráði við Grindavíkurbæ.

4. 1409043 - Umsókn um deiliskipulag, vindmylla á Stað.

Erindi frá Biokraft. Forsvarsmenn Íslandsbleikju komu inn á fundinn og kynntu umsóknina og véku af fundi. Í erindinu er lýst áætlunum um uppbyggingu vindmyllu á Stað. Mastur vindmyllunnar er 40 m, þvermál blaðahrings er 44 m og mun mannvirkið því ná 62 m hæð. Hluti nefndarinnar fór í skoðunarferð í Þykkvabæ þann 15. október sl. og hittu forsvarsmenn Biokraft og skoðuðu samskonar vindmyllur. Skipulags- og umhverfisnefnd telur mannvirkið ekki falla vel að þeirri náttúru sem er í nágrenni Grindavíkur. Sem stendur er mikil vinnsla á vistvænni orku í sveitarfélaginu í gegnum jarðvarma og ekki fyrirséð orkuþörf sem kalli eftir uppsetningu vindmyllna við strandlengju sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu.

5. 1405105 - Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2
Lagt fram að nýju erindi Landsnets hf., kt. 580804-2410, dags. 7. maí 2014, ásamt fylgiskjölum. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Ívar Pálsson frá Landslögum kom inn á fundinn undir þessum lið. Erindinu fylgir m.a. skýrsla, yfirlitskort, Matsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum ásamt viðaukum, álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum, dags. 17.09.2009, leyfi Orkustofnunar, dags. 5. desember 2013, ásamt greinargerð, teikningar af möstrum og fl. Lagt fram bréf Lex lögmannstofu, dags. 26. maí sl. ásamt fylgiskjölum. Einnig eru lagðar fram umsagnir og athugasemdir frá eftirtöldum aðilum: Skipulagsstofnun dags. 15 júlí 2014, Samgöngustofu dags. 16. júlí 2014, Landsneti dags. 17.júlí 2014, Vegagerðinni dags. 17.júlí 2014, Umhverfisstofnun dags. 24.júlí 2014, Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands dags. 3.ágúst 2014, Minjastofnun Íslands dags. 18.ágúst 2014, Lex lögfræðistofu f.h. landeigenda í Vogum dags. 20.ágúst 2014 og Isavia ohf. dags. 5.september 2014. Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum.

6. 1304014 - Heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu
Nefndin áréttar afstöðu sína um að eðlilegt hafi verið að tillagan hefði verið unnin í samráði við Grindavíkurbæ vegna vatnsverndarsvæða á mörkum Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Grindavíkurbær áskilur sér allan rétt vegna þessa.

7. 1202082 - Deiliskipulag miðbæjarkjarna Grindavíkur.
Málinu frestað. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

8. 1409027 - Umsókn um lóð Hólmasund 1
H.H. Smíði kt. 430800-2480, sækir um lóð við Hólmasund 1. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

9. 1410043 - Umsókn um byggingarleyfi Hólmasund 1
H.H. Smíði kt. 430800-2480, sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði við Hólmasund 1. Erindinu fylgja teikningar unnar af G.Á.G verk- og tækniráðgjöf. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

10. 1410041 - Umsókn um byggingarleyfi, Ægisgata 2
Jóhann Vignir Gunnarsson kt. 151276-3859, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á útliti á löndunarhúsi við Svíragarð. Erindinu fylgja teikningar unnar af Verkfræðistofu Suðurnesja. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

11. 1209054 - Endurnýjun gatnalýsingar í Grindavík
Málinu frestað.

12. 1409105 - Hraðahindrun við gatnamót Dalbraut og Víkurbrautar
Málinu frestað.

13. 1406056 - Deiliskipulag Víðihlíð og nágrenni
Málinu frestað.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. febrúar 2018

Fundur 25

Bćjarráđ / 20. febrúar 2018

Fundur 1472

Skipulagsnefnd / 19. febrúar 2018

Fundur 38

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. febrúar 2018

Fundur 26

Bćjarráđ / 13. febrúar 2018

Fundur 1471

Bćjarráđ / 7. febrúar 2018

Fundur 1470

Bćjarstjórn / 31. janúar 2018

Fundur 480

Bćjarráđ / 24. janúar 2018

Fundur 1469

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2018

Fundur 37

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. janúar 2018

Fundur 23

Bćjarráđ / 17. janúar 2018

Fundur 1468

Frćđslunefnd / 11. janúar 2018

Fundur 71

Bćjarráđ / 3. janúar 2018

Fundur 1467

Bćjarstjórn / 20. desember 2017

Fundur 479

Bćjarráđ / 13. desember 2017

Fundur 1466

Afgreiđslunefnd byggingamála / 12. desember 2017

Fundur 22

Skipulagsnefnd / 12. desember 2017

Fundur 36

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 68

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 67

Frćđslunefnd / 5. desember 2017

Fundur 70

Bćjarstjórn / 29. nóvember 2017

Fundur 478

Bćjarráđ / 22. nóvember 2017

Fundur 1464

Skipulagsnefnd / 21. nóvember 2017

Fundur 35

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. nóvember 2017

Fundur 21

Bćjarráđ / 15. nóvember 2017

Fundur 1463

Frćđslunefnd / 14. nóvember 2017

Fundur 69

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. nóvember 2017

Fundur 25

Bćjarráđ / 8. nóvember 2017

Fundur 1462

Bćjarstjórn / 1. nóvember 2017

Fundur 477

Skipulagsnefnd / 27. október 2017

Fundur 34