Skallagrímsbrćđur í heimsókn í kvöld og herrakvöld ţann 7. nóvember

  • Körfubolti
  • 16. október 2014

Fyrstu heimaleikur vetrarins hjá karlaliði UMFG í Dominosdeildinni er í kvöld, þar sem Skallagrímsmenn koma í heimsókn úr Borgarnesi. Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð og því eflaust bæði hungruð í fyrsta sigur vetrarins. Tveir leikmenn Skallagríms eru Grindvíkingum að góðu kunnir, þeir bræður Páll Axel og Ármann Örn, Vilbergssynir. Munu Grindvíkingar eflaust taka vel á móti þeim en vonandi senda þá heim með skottið á milli lappanna að leik loknum.

Körfuknattleiksdeildin vill minna á að sala árskorta fer fram fyrir leik. Árskort sem gildir á alla heimadeildarleiki karla og kvenna kostar aðeins 10.000, og er því ansi fljótt að borga sig upp, en verð á stakan leik er 1.500.

Þá er einnig vert að vekja athygli á því að herrakvöld körfunnar er handan við hornið, en það verður haldið þann 7. nóvember. Það er ekki seinna vænna að taka kvöldið frá en veislustjóri kvöldins verður enginn annar en sjálfur Venni Páer. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir