Fundur nr. 30

  • Frćđslunefnd
  • 16. október 2014

30. fundur fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 17. september 2014 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu: Þórunn Svava Róbertsdóttir formaður, Klara Halldórsdóttir aðalmaður, Ámundínus Örn Öfjörð aðalmaður, Guðmundur Grétar Karlsson aðalmaður, Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Halldóra Kristín Magnúsdóttir skólastjóri, Albína Unndórsdóttir leikskólastjóri, Inga Þórðardóttir skólastjóri, Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri.

Fundargerð ritaði: Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

 

Dagskrá:

1. 1409081 - Skólaþróun í Grindavík
Guðmundur Grétar Karlsson, kjörinn fulltrúi í fræðslunefnd kynnir hugleiðingar sínar um skólaþróun í Grindavík. Þá reifa skólastjórnendur skólanna sínar hugmyndir um viðfangsefnið. Skólastjórnendur hvattir til að vekja starfsfólk sitt til vitundar um mikilvægi skólaþróunar. Þá kallar nefndin eftir kynningu á endur- og símenntunaráætlun Grindavíkurbæjar með það í huga hvort unnt sé að nýta hana betur í þágu skólaþróunar.

2. 1409079 - Starfsáætlun Heilsuleikskólinn Króks 2014 - 2015.
Hulda Jóhannsdóttir, skólastjóri Heilsuleikskólans Króks leggur fram starfsáætlun skólans vegna skólaársins 2014 - 2015. Starfsáætlunin hefur fengið umsögn foreldraráðs. Nefndin staðfestir starfsáætlun skólans og beinir því til skólastjóra að birta áætlunina á heimasíðu skólans.

3. 1409080 - Starfsáætlun Tónlistarskóla Grindavíkur 2014 - 2015
Inga Þórðardóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur leggur fram starfsáætlun skólans vegna skólaársins 2014 - 2015. Nefndin staðfestir áætlunina og beinir því til skólastjóra að birta áætlunina á heimasíðu skólans.

4. 1409078 - Starfsáætlun Leikskólans Lautar 2014 - 2015
Albína Unndórsdóttir, skólastjóri Leikskólans Lautar leggur fram starfsáætlun skólans vegna skólaársins 2014 - 2015. Starfsáætlunin hefur fengið umsögn foreldraráðs. Nefndin staðfestir starfsáætlun skólans og beinir því til skólastjóra að birta áætlunina á heimasíðu skólans.

5. 1409077 - Starfsáætlun Grunnskóla Grindavíkur 2014 - 2015

Halldóra Kr. Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur leggur fram starfsáætlun skólans vegna skólaársins 2014 - 2015.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir