Fundur 1363

  • Bćjarráđ
  • 15. október 2014

1363. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 14. október 2014 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm aðalmaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1409123 - Beiðni um nýtt stöðugildi hjá Tónlistarskóla Grindavíkur
Skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur fer fram á nýtt stöðugildi við tónlistarskólann skólaárið 2014-1015.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu hvað varðar skólaárið 2014-2015. Bæjarráð felur fræðslunefnd að fara yfir skólanámsskrá og framtíðarsýn Tónlistarskóla Grindavíkur og leggja fram tillögu fyrir skólaárið 2015-2016.

2. 1401039 - Búsetumál eldri borgara í Grindavík
Formaður bæjarráðs leggur til að bæjarstjóra verði falið að láta vinna kostnaðaráætlun um byggingu fjögurra til átta íbúða við Víðihlíð í samræmi við málefnasamning D- og G-lista. Byggt verði á þeim gögnum sem eru fyrirliggjandi frá nefnd um búsetumál eldri borgara.

Samþykkt samhljóða.

3. 1002021 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja.
Formaður hóf umræðu um breytingar á fyrirliggjandi tillögu um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja, í samræmi við málefnasamning D- og G-lista.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4. 1202010 - Fundargerðir Ungmennaráðs
Ungmennaráð óskar eftir því að fá greidd nefndarlaun fyrir störf sín, á sama hátt og aðrar nefndir Grindavíkurbæjar og mörg önnur ungmennaráð um land allt.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins 2015 að ungmennaráð fái greitt fyrir störf sín.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að ungmennaráð fái greitt fyrir þrjá fundi á árinu 2014 og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verið viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014 að fjárhæð 420.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

5. 1410028 - Umsókn um styrk á grundvelli Reglna um styrkveitingar Grindavíkurbæjar til uppbyggingar gamalla húsa í Grindavík.
Guðmundur Grétar Karlsson sækir um styrk á grundvelli Reglna um styrkveitingar Grindavíkurbæjar til uppbyggingar gamalla húsa í Grindavík, til endurbóta á Garðhúsi í Grindavík.

Með erindinu fylgir greinargerð eigenda, bréf og kostnaðaráætlun byggingarfræðings. Sótt er um styrk að upphæð 5.077.447 kr.

Í samræmi við 2. gr. reglnanna vísar bæjarráð umsókninni til umsagnar í frístunda- og menningarnefnd.

6. 1410029 - Notkun á fjölnota innkaupapokum
Pétur Sigurgunnarsson hvetur Grindavíkurbæ til þátttöku í verkefninu Við stólum á þig, sem hefur það að markmiði að draga úr notkun einnota plastpoka og auka um leið fjármagn til stuðnings hreyfihömluðum.

Bæjarráð líst vel á framtakið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

7. 1409042 - Beiðni um stærra kaldavatnsinntak. Miðgarði 3
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 9. september að leggja nýja kaldavatnslögn frá brunni við gatnamót Hafnargötu og Ránargötu að Miðgarði 3 vegna breytinga á húsnæði.

Byggingafulltrúa var falið að framkvæma verðkönnun á annarsvegar jarðvinnu og hinsvegar lagnavinnu, sem er meðfylgjandi.

Bæjarráð felur byggingafulltrúa að ganga til samninga við lægstbjóðendur. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykktur verið viðauki við eignfærða fjárhagsáætlun ársins 2014 að fjárhæð 16 milljónir kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135