Fisktćkniskóli Íslands auglýsir eftir nemendum í vélavarđarnám

  • Fréttir
  • 14. október 2014

Fisktækniskóli Íslands auglýsir eftir nemendum í vélavarðarnám. Allar nánari upplýsingar er að finna hér að neðan.

Fisktækniskóli Íslands býður upp vélavarðarnám. Námið veitir réttindi til að starfa sem vélavörður á skipi með 750
kW vél og minni og 12 m og styttra að skráningarlengd.

Um er að ræða bóklegt og verklegt nám. Verklegi þátturinn felst í almennri vélstjórn og bilanagreiningu og
skal tilsvara 16 kennslustundum. Farið verður í álagskeyrslu véla, dísilvélina + kerfi, forhleðslu, rafmagn, eldsneyti + kerfi, afgas + kerfi, varahluti og vetrargeymslu, reglur, kælikerfi (freon!), vökvakerfi og frágang véla.

Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka næst, kennt verður í lotum - skráning er hafin.

Áætlað er að byrja kennslu 16.-19. októer og 25.-26. október frá kl. 08:00-17:00

Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 en einnig er hægt að senda skráningu á eydna@fiskt.is

Fisktækniskóli Íslands

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!