40 ára afmćlistónleikar í Grindavíkurkirkju

  • Fréttir
  • 13. október 2014

Sunnudagurinn 19. október nk. kl. 17:00 verða afar áhugaverðir 40 ára afmælistónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Grindavíkurkirkju. Kammersveitin heldur upp á 40 ára afmæli sitt í ár líkt og Grindavíkurbær. 

Í tilefni þess verður tvöfaldur afmælisfagnaður í Grindavíkurkirkju þar sem Kammarsveitin heldur sérstaka afmælistónleika með því að flytja verk eftir Franz Schubert. Heimsókn Kammersveitarinnar er mikill heiður fyrir Grindvíkinga enda þykir hún í fremstu röð á heimsvísu. Ókeypis aðgangur er á tónleikana sem eru í boði fyrirtækja í Grindavík og Grindavíkurbæjar í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælisins. 

Franz Schubert skrifaði Oktett D803 (op. posth. 166) fyrir tréblásara og strengi árið 1824, en Beethoven hafði 25 árum fyrr rutt brautina með Septett sínum fyrir svipaða hljóðfærasamsetningu. Verkið er fullt af gáska og músíkölsku fjöri en um leið eru tær og lagræn einkenni tónskáldsins hvergi fjarri, ekki síst í himneskum adagio-kaflanum. Oktettinn telst til merkustu kammerverka tónlistarsögunnar og tekur um klukkustund í flutningi. 

Oktett Kammersveitar Reykjavíkur skipa Arngunnur Árnadóttir, klarínett, Rúnar H. Vilbergsson, fagott, Joseph Ognibene, horn, Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Sigurgeir Agnarsson, selló og Richard Korn, kontrabassi.

Tónleikarnir eru í boði: 

  • Grindavíkurbær
  • Vísir hf.
  • Þorbjörn hf.
  • Einhamar Seafood
  • Sílfell ehf.
  • Martak


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!